Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Borgarbyggð getur ekki borgað lán til Orkuveitunnar.

Sælir bloggarar.

Var að lesa frétt um það að á Rúv.is að Borgarbyggð geti ekki borgað lán sem samþykkt var af eigendum Orkuveitur Reykjavíkur, þeir eru Rvík, Akranes og Borgarbyggð.

Málavexti eru þau að fyrir 1 ári var samþykkt að lána OR pening vegna þess að OR skuldaði svo mikið og vantaði pening.

2 eigendur þ.e.a.s Rvík og Akranes reiddu fram sinn part af láninu, en Borgarbyggð gat það ekki. Svo hefur liðið 1 ár og enn hafa þeir ekki greitt sinn hlut af láninu.

Nú hefur Borgarbyggð komið með þá hugmynd að hinir eigendurnir láni þeim þessar 75 millj. (aðallega Rvík.) svo þeir geti staðið við sinn hlut.

Þetta finnst mér alveg fáránlegt og eins finnst Reykjavíkurborg líka og hafa reifað þá hugmynd að kaupa út hlut Borgarbyggð sem mér finnst mjög svo skynsamlegt og finnst mér að sjálfsögðu að Reykjavík ætti 100 % í OR, en ekki aðrar Sveitarfélög. Jú finnst bara að OR sé fyrirtæki í eigu Rvík. Svo er bara annað mál að Rvík getur gert samstarfssamninga við önnur Sveitarfélög.

kv. Hörður.


Pólitík um áramót.

Sælir bloggarar.

Fyrst vil ég óska öllum bloggurum gleðilegt nýtt ár og farsælt komandi ár í bloggheimum. Vonandi verður næsta ár gott ár handa okkur bloggurum.

Í pistli mínum í kvöld ætla ég að ræða svolítið um pólitík sem tröllríður öllu núna vegna ráðherra kapalsins.

Ég hef talið mig til jafnaðarmanns nokkur undanfarin ár og er enn sama sinnis en að vera hægri sinnaður eða mjög til vinstri.

Ég hef fylgst með pólitíkinni um nokkurt skeið og skil ekki alveg þessa miklu reiði sumra í garð Samfylkingarinnar, vegna þess að það voru ekki þeir sem hófu bankahrunið, en svo eftir það skeði má alltaf deila um það hvað sé hægt að gera til að koma til móst við almenning í landinu. Þar koma margir áhrifahópar fram sem vilja sinn hlut bestan eins t.d. fjármálaveldið (bankaveldið) og er kannski erfitt að fara bil beggja.

Aðeins til upprifjunar fyrir þá sérstaklega sem eru á móti Samfylkingunni, þá var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að stjórna Íslandi í 18 ár samfellt og það var hann ásamt Framsóknarflokki sem einkavæddi bankana á sínum tíma og í framhaldinu fylgdi mjög einfaldar reglur í viðskiptalífinu sem var á þá leið að öllum boðum og bönnum var eitthvað sem ekki var cool á þeim tíma og þess vegna fengu allir þessir útrásarmenn að leika lausum hala.

Mín spurning til ykkar er t.d. þessi: Mundi Sjálfstæðisflokkurinn styðja betur við bakið á almenningi t.d. í skuldamálum heimilanna heldur en þessi stjórn er að gera, þó sumir halda að þeir séu ekki að gera neitt?

Ég er ekki svo viss um það. Ég hef alltaf haldið að Sjálfstæðisflokkurinn stæði með fjármálakerfinu og ríka fólkinu í landinu svo ég held að staðan í landsmálunum hér hefði ekki verið betra ef þeir hefðu verið við völd. Þó má geta þess að sumt sem þeir eru með hljómar vel eins og t.d. að auka fjárfestingar hér á landi og að tala um að auka atvinnu hérna, svo er annað mál hvort þeim mundi takast það.

Þar með er ég ekki að segja að núverandi stjórn Samfylkingarinnar og VG hefði ekki geta gert betur. Að sjálfsögðu er margt sem má gera betur og eins tel ég núna að það þurfi sérstaklega hjá jafnaðarmönnum að fá nýtt fólk til starfa og til að endurnýja flokkinn.

Það sem ég sé við reiði sumra við Samfylkinguna er það að fólk bjóst við svo miklu af þeim, en flestir vissu hvað VG stæðu fyrir svo það kom fólki ekki eins á óvart með þeirra stefnumál.

Eins var það líka þannig að fyrir hrun og fyrstu mánuðum árið 2009 var Jóhanna Sigurðardóttir vinsælust af ráðherrunum það var kannski það sem réði því að Ingibjörg Sólrún fv. formaður fékk Jóhönnu til að gegna formennsku í Samfylkingunni og fólk bjóst við svo miklu af henni þar sem hún studdi litla manninn hér áður fyrr og kannski er það ástæðan fyrir því núna að fólk (sumt) hatar hana af því að þeim finnst hún hafa brugðist þeim eftir hrun.

Þó verða allir sem hugsa um pólitík og hverjir stjórna landinu að sjá fyrir sig hverjir gætu tekið þetta starf að sér, áður en það rakkar niður núverandi stjórn.

Margt er hægt að pæla fram og aftur um pólitík nú um áramótin þar sem miklar hræringar eru að eiga sér stað og á eftir líklega eiga sér stað.

Læt þessar pælingum lokið og óska öllum aftur gleðilegt nýtt ár.

kv. Hörður.


mbl.is Fundahöld um allt hótelið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á OR að selja Perluna?

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt "Óheimilt að byggja á Perlureitnum".

Ég er ekki sammála því. Ef Orkuveitan (sem er sameign okkar Reykvíkinga) á að geta selt eignir sínar og þar af leiðandi minnkað skuldir sínar, þá þarf hún að geta selt eignir sínar ekki satt. Samkvæmt þessu sem Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Rvík heldur fram að það sé ekki hægt að byggja við Perluna, þá sé ekki annað en salan gangi til baka og Orkuveitan situr uppi með Perluna.

kv. Hörður.


mbl.is Óheimilt að byggja á Perlureitnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami liður er bæði felldur og samþykktur í Fjárlögum.

Sælir bloggarar.

Er að hlusta á alþingisrásina um atkvæðagreiðslur um Fjárlög 2012.

Það sem kom mest á óvart að mér fannst var að ein tillaga frá minnihluta um sama efni var felld en síðan var hún samþykkt þegar hún var borin upp af meirihlutann.

Þetta var tillaga um Samræmd neyðarsvörun um aukningu 20 milljónir kr. frá Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttir og var hún felld, en þegar sama tillaga var borin upp frá meirihluta fjárlaganefndar þá var hún samþykkt.

Þetta þótti mér mjög skringilegt að sjá. En svona er nú lýðræðið.

kv. Hörður.


Fjármálaeftirlitið fær viðbótar hækkun um 548 milljónir, en Landsspítalinn bara 50 milljónir.

Sælir bloggarar.

Jæja nú eru Fjárlög komin til 3 umræðu í þinginu og það sem stíngur í stúf er hin mikla hækkun hjá Fjármálaeftirlitinu eða um 548 milljónir og fær það því samtals á næsta ári um 1.950 milljónir kr. Þetta er mikill peningur þegar Helbrigðisstofnanir þurfa að draga saman seglin.

T.d. Var Landspítalanum gert að skera niður um 630 milljónum kr. Í meðferð frumvarpsins til 2 umræðu fékk Landspítalinn 140 milljónir kr. hækkun og núna við 3 umræðu fékk hann einungis 50 milljónir, svo niðurskurðurinn er kominn niður í 440 milljónir kr.

Aðrar Heilbrigðisstofnanir fengu núna við 3 umræðu 77 milljónir kr. og Sjúkrahúsið á Akureyri fékk 5 milljónir. Þetta eru hlæilegar lágar upphæðir miðað við heildarfjárlög og í samanburði við aukningu hjá Fjármálaeftirlitinu.

Það hlýtur að vera hægt að verja betur Heilbrigðisstofnanir og Landspítalann en þetta. Það er hægt að finna pening annarsstaðar svo ekki þurfi að koma til niðurskurðar. Það hefði mátt t.d. taka hluta af þessarri hækkun hjá Fjármálaeftirlitinu og setja í Heilbrigðisstofnanir. Eins eru ófyrirséð útgjöld hjá stjórnvöldum um 3 milljarðar ef ég man rétt og hefði mátt koma eitthvað frá þeim peningi til Heilbrigðisstofnanir.

Læt þetta gott í bili.

kv. Hörður.


mbl.is Útgjöld til heilbrigðisstofnana hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrókeringar framh.

Sælir aftur bloggarar.

Í sambandi við mitt síðasta blogg um hrókeringar í ríkisstjórn sem gefur ríkisstjórninni ferskan blæ, þá er hérna mínar hugmyndir um hrókeringar eftir að ég hafði lesið eyjan.is um þetta mál.

Ef það er rétt að Árni Páll sé á útleið ásamt Jóni B. og að ráðherrum verði fækkað um 2 í 8, þá er þetta mínar hugmyndir.

Steingrímur tekur við Viðskiptaráðuneytinu af Árna Pál.

Þar sem Samfylkingin leggur ofuráheyrslu á að fá Landbúnaðar og Sjávarútvegsráðuneytið, þá verður Samfylkingin að láta líklega Velferðaráðuneytið til VG og fá í staðinn Umhverfisráðuneytið. Þar með fara 2 ráðherrar út hjá Samfylkingunni og einn nýr kemur inn.

Hjá Samfylkingunni (mínar tillögur) fær Katrín Júlíusdóttir Iðnaðar - Landbúnaðar og Sjávarútvegsráðuneytið og þegar hún fer í barnsburðarleyfi þá tekur Össur við þessum 3 ráðuneytum sem verður fljóttlega sameinað í eitt ráðuneyti sem er Atvinnuráðuneyti.

Umhverfisráðuneytið fær þá nýr þingmaður sem er kona eða Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

Hjá VG fengi þá Svanhvít Svararsdóttir Velferðarráðuneytið.

Önnur ráðuneyti verða sömu menn og áður.

Þetta er mín tillaga um hrókeringar í ríkisstjórninni.

kv. Hörður.


Hrókeringar í Ríkisstjórn!

Sælir Bloggarar.

Var að lesa frétt á mbl.is að Árni Páll væri kannski á útleið úr ríkisstjórninni.

Gaman að lesa öll bloggin um þetta, þar sem margir segja að lengi geti vont versnað þar sem eyjan.is heldur því fram að Steingrímur taki yfir málaflokkinn sem Árni Páll er með. Ég hló mig máttlausan þegar einn bloggarinn sagði að það væri mikil hreinsun að losna við Árna Pál en ekki tæki betra við ef Steingrímur tæki við því.

Þá er spurningin: Hver tekur við Landbúnaðar og Sjávarútv.ráðuneyti? Líklega verður það Katrín Júlíusdóttir þar sem hún er Iðnaðarráðherra og það er stefna stjórnvalda að sameina þessi 3 ráðuneyti í eitt Atvinnuráðuneyti. En þar sem hún fer bráðum í barnburðarleyfi (held í febrúar) þá mundi ég giska að Össur tæki þetta að sér á meðan. Þeir ætla að fækka ráðherrum um 2 ef þetta er rétt í 8 ráðherra (reyndar líklega 7 á meðan Katrín Júlíusdóttir verður í barnsburðarleyfi).

Það verður spennandi að fylgjast með þessu. Líklega þurfum við að bíða þar til þingið fer í jólaleyfi.

kv. Hörður.


mbl.is Árni Páll sagður vera á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju rígheldur Ríkisstjórnin saman?

Sælir bloggarar.

Miklar hræringar eru núna hjá stjórnarflokkunum þessa dagana.

Mörg mál koma upp þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála. Jóhanna segir að stjórnin hafi níu líf eins og kötturinn, en ég held eins og sumir að hún sé nú þegar búin með sín níu líf.

Þá er spurningin hvað er það sem heldur stjórninni saman?

Hjá Samfylkingunni er það auðvitað umsóknin um ESB og að það sé óheppilegur tími til að fara núna í kosningar, þar sem flokkurinn myndi örrugglega tapa fylgi.

Hjá VG er það líka það að þeim finnst það óheppilegur tími til að fara í kosningar þar sem þeir munu líka eins og Samfylgingin tapa fylgi, síðan held ég að önnur skýring hjá þeim sé sú að þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru við stjórn síðan flokkurinn var stofnaður og þeir vilji hafa áfrif á þjóðmálin þar sem þeir eru t.d. á móti stóryðju og vilja aukna skatta á hátekjufólk, sem ég persónulega er ekki mótfallinn.

En er einhver hugsanlegur leikur hjá þeim úr stöðunni? Fáir kostir eru hjá VG, nema helst Hreyfingin og Framsókn en held að það dugi ekki til meirihluta. En hjá Samfylkingunni? Þeir gætu reynt að kanna málin hjá Sjálfstæðisflokknum, en þar mundi ESB málið verða erfitt. Hugsanlega væri hægt að hægja á því eða gera hlé á því í bili, eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill og einbeita sér að innanlands málum, sérstaklega að atvinnumálum. Okkur vantar fjárfestingar og að starta atvinnumálunum og koma framkvæmdum í gang t.d. í vegagerð.

En málið er að ég hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn vilji hafa kosningar sem fyrst t.d. með vorinu, en Samfylkingin mundi helst hafa þær sem næst 2013, þegar þær verða.

Við verðum að bíða og sjá hvað verður. Líklega heldur stjórnin t.d. með því að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórn og mundi Samfylkingin sætta sig við það sem hefnd fyrir það sem Ögmundur gerði í vikunni vegna landakaupa Huang.

Læt þetta nægja í bili.

kv. Hörður.


mbl.is Alltaf má fá annað föruneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá þér Kristján L Möller!!! Kolefnisgjaldið fallið um sjálft sig.

Sælir bloggarar.

Ummæli Kristjáns L Möller eftir fund í atvinnuveganefnd í morgun gerir okkur bjartsýn á að kannski verði eitthvað fjárfest hér í framtíðinni. Hann segir að kolefnisgjaldið sé fallið um sjálft sig og ekki verði skattlagt umfram það sem gert er í Evrópu og í ESB löndum.

Flott hjá þér Kristján!!! Nú er að láta VG heyra það og best væri að slíta stjórnarsamstarfið núna.

kv. Hörður.


mbl.is Gjaldið fallið um sjálft sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Ögmundur banna Svissneska fjárfestingafélaginu að byggja Hotel við hlið Hörpu?

Sælir aftur bloggarar.

Vegna skrifa minna að Ögmundur vilji banna alla erlenda fjárfestingu, þá fór ég að glugga í eldri skrif mín hér í blogginu og þá kemur upp í hugann hvort Ögmundur mundi banna Svissneska fjárfestingafélaginu að byggja Hotel við hlið Hörpu, en samningar eru við þetta félag.

Eins og við vitum þá eiga Ríkið og Reykjavíkurborg Hörpu, þannig að ef Ögmundur vildi blanda sér í það, þá væri það hægur vandi, að vísu er Harpa á vegum Katrínu Jakopsdóttir menntamálaráðherra, en maður bíður eftir næsta leik Ögmundar.

kv. Hörður.


Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband