Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Á að reka Jón Bjarnason sjávarútv.og landbúnaðarráðherra, ef frumvarp um Stjórnarráð Íslands verður samþykkt?

Sælir bloggarar.

Ég hef fylgst með umræðum á þingi undanfarna daga og er að verða orðlaus á því hvernig starfsháttum þess er háttað. Núna liggja fyrir 46 mál á dagskrá, en eina málið sem rætt er um er mál forsætisráðherra um Stjórnarráð Íslands og heimild til að hún ráði því hverjir verði ráðherrar og hvaða verkefni hver ráðherra hefur. Það er búið að karpa um þetta mál í marga daga, þegar önnur og mikilvægari mál bíða.

Það er engin sjáanleg ástæða til að flýta þessu máli nú í gegn á haustþingi. Nær væri að taka þetta betur fyrir í vetur og vanda til frágangs.

Það læðist að manni sá grunur að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætli að nota þessa heimild til að taka landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin úr hendi Jóni Bjarnasyni ráðherra og færa þau undir Össur Utanríkisráðherra alla vega í bili til að hann geti komið þessum málum áfram í sambandi við aðildarumsóknina í ESB. Þar með yrði Jón rekinn. Síðan yrði eftir áramótin stofnað nýtt atvinnuvegaráðuneyti þar sem iðnaðar - landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin sameinuðust undir einn hatt. Þetta yrði þó ekki gert fyrr en Össur hefði greitt alla flækju og komið þessum málum áfram í aðildarumsóknina og eins mun Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fara í fæðingarorlof snemma á næsta ári (held að hún eigi að eiga í febrúar).

Þessi mikli asi er því tilkominn að ESB bíður eftir svari frá Jóni Bjarnasyni um ýmis mál er varða landbúnað og sjávarútveg og er Össurri ætlað að leysa það. Helst vill hún klára að samþykkja þetta frumvarp fyrir 1 Október, því þá kemur nýtt þing saman og gæti þá þetta plott dregist mikið ef ekki verði búið að samþykkja.

Eitt að lokum er svo ágiskun mín að sá sem verði Atvinnuvegaráðherra er Kristján L Möller, en hann hefur verið ráðherra áður hjá samfylkingunni og hefur mesta reynsluna. Þá verði ráðherrar 9 eða 5 hjá samfylkingunni og 4 frá vinstri grænum. Það er vegna þess að þingflokkur samfylkingar er miklu stærri en vinstri græn.

Ég vil þó taka fram að ég er stuðningmaður þess að aðildarumsóknin verði kláruð með góðum samningi sem verði svo sett í þjóðaratkvæðagreiðslu, en ég er ekki alveg til í það að það verði að fórna Jóni Bjarnasyni fyrir það.

Kv. Hörður.


Getur það verið að Íslendingar þurfi að hjálpa Grikkjum?

Sælir bloggarar.

Ég var að lesa þessa frétt og gat ekki annað en skrifað um þetta.

Er það virkilega satt að Íslendingar gætu þurft að veita Grikkjum fjárhagsaðstoð?

Ég man ekki annað en þegar Íslendingar lentu í bankahruninu 2008 og 2009 að engin Evrópuþjóð kom okkur til hjálpar fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði gefið grænt ljós að það væri í lagi að lána okkur pening. Undanskildir þessu voru þó Færeyingar sem settu engin skilyrði fyrir sínu láni.

Þettu eru líka engir smápeningar, en rúmlega 10 milljarðar sem við Noregur og Litenstein. Vona að Noregur taki sem mest af þessu, en ég held að við séum ekki aflögu færir að lána öðrum eins og er.

Vona bara að við sleppum vel frá þessu.

kv. Hörður.


mbl.is Íslendingar veita Grikkjum fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband