26.2.2011 | 22:15
Stjórnlagaráðið er málið.
Sælir bloggarar.
Ég hef verið í löngu fríi við að skrifa á bloggsíður, en það þýðir ekki að ég fylgist ekki með umræðunni.
Ég hef fylgst með Stjórnlagaþingskosningunum, síðan þegar þær voru ógildar af Hæstarétti sem mér fannst miður og svo þessu nýjasta að þeir 25 fulltrúar sem voru kosnir, skulu vera í henni nýju Stjórnlagaráði sem Alþingi ætlar að leggja fram. Ég styð það, enda ef það ætti að kjósa um það aftur, þá mun það tefja allt ferlið og eins kostar það okkur þjóðina nokkur hundruð milljónir að kjósa aftur um þetta. Þannig að þetta er besta leiðin.
Þess vegna er ég undrandi á því að margir eru á móti þessu og sérstaklega nokkrir stjórnarliðar eins og Ögmundur og Lilja Mósefsdóttir.
Ég veit að það hlakkar í Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir eru yfirhöfuð á móti breytingum á Stjórnarskránni. Sérstaklega eru þeir á móti því að þjóðin eigi auðlindirnar í sjónum, þar sem þeir eru tengdir LÍÚ sem vilja að kvótaeigendur eigi fiskinn í sjónum en ekki þjóðin.
Ég vona að þessi tillaga komist í gegnum þingið, þannig að það sé hægt að byrja að breyta Stjórnaskránni og málið tefjist ekki lengur. Nú verður þjóðin að bretta upp ermina og klára þetta svo Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki að ráða þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2010 | 16:12
Forsetinn undir feld. Hann hlýtur að hafna Icesave.
Sælir bloggarar.
Ég vil byrja á því að óska öllum bloggurum Gleðilegs Nýtt ár og þakka fyrir það gamla. Ég hef verið í smá fríi hérna í blogginu en er enn lifandi. ha.ha.
Ég hef fylgst með Icesave eins og aðrir og hef oft horft á Þingið að störfum.
Eitt fannst mér skrítið við atkvæðagreiðsluna en það var að Lilja Mósesdóttir og Ögmundur sögðu nei við Þjóðaratkv. greiðsluna en höfnuðu svo sjálfum lögunum um ríkisábyrgð. Það er ekkert samræmi í þessu.
En nú er málið komið til Forsetans og það er hans að hafna eða samþykkja. Ég skal viðurkenna að ég skrifaði mig á undirskriftalistans hjá InDefens til að skora á Forsetans að hafna lögunum.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað gerist ef Forsetinn hafnar Icesave.
1. Stjórnarflokkarnir gætu kallað saman þingið og eins og Davíð gerði með Fjölmiðlalögin að taka þau til baka og þá taka lögin frá því í Ágúst gildi. Þá væri gott hjá þeim í framhaldinu að skipa þingnefnd allra flokka til að fara til Bretlands og Hollands til að kynna afstöðu Íslands og koma skoðunum Íslendinga til skila og vita hvort þeir vilji ekki samþykkja lögin frá því í Ágúst með þeim fyrirvörum sem þar voru.
2. Að kalla saman þingið og taka lögin aftur og samþykkja þjóðaratkv.greiðslu sem allir flokkar væru sammála og sýna þannig Bretum og Hollendingum hug okkar, þar sem örrugglega er meirihluti þjóðarinnar fyrir að hafna lögunum.
3. Að láta þjóðaratkv.greiðsluna frá Forsetanum fara fram en óska eftir að stjórnarandstæðan komi að stjórn og samið verið um þjóðstjórn til a.m.k. eins árs, áður en kosningar fari fram. Þetta geri stjórnin vegna þess að þeir veri viss um að þjóðin hafni lögunum.
4. Að gera ekkert og láta þjóðaratkv.greiðsluna fara fram en þá verður stjórnin að fara frá ef þjóðin hafnar lögunum. Þetta er heldur ólíklegt að stjórnin geri.
Alla vega verður gaman að fylgjast með næstu daga.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009 | 01:57
Hvaða stefnu á Ísland að taka?
Sælir bloggarar.
Það er margt að gerast hjá okkur þessar vikurnar. t.d. Fjárlagahallinn, skattamálin, Icesave, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ESB umsókn og margt fleira.
Maður hefur verið að ræða við fólk og heyrt ýmsar skoðanir sem eru uppi núna og eins líka skoðanir sem ekki hafa farið hátt ennþá.
Hér ætla ég að reyfa nokkra leiðir /stefnu sem Ísland gæti tekið en sumt eru rótækar hugmyndir pólitísk.
Ég tek fram að þetta eru ekki mínar hugmyndir, heldur er ég að reyfa þessar hugmyndir eftir öðrum og bæti kannski mínum svona inn í.
Tillaga 1: Það er sú stefna sem núverandi Stjórnarflokkar hafa, þ,e. að samþykkja Icesave og að hafa Alþj. gjaldeyrissj. með í ráðum og nota lánin sem við fáum frá þeim í varasjóð handa Seðlabankanum til að halda uppi Ísl. krónunni. Hækka skatta og skera niður í ríkismálum þ.e. blandaða leið. Senda inn ESB umsókn og vera miklir Evrópusinnar. Eins að taka upp Evru.
Tillaga 2: Það er Norska leiðin, þ.e. leið Framsóknarflokksins, sem vill hafna Icesave og reka Alþj. gjaldeyrissj. burt og fá í staðinn lán frá Noregi. Reyndar hef ég ekki heyrt frá þeim að taka upp Norsku krónuna, en man eftir að Steingrímur j. Fjármálaráðherra var fylgjandi því sl. vor og vetur, en nú heyrist ekkert frá honum um það.
Tillaga 3: Að snúa sér til USA og taka upp dollara í stað Ísl. krónunnar. þ.e. að hafna Icesave og reka burt Alþj. gjaldeyrissj. Mér var tjáð að við gætum tekið upp dollarann á aðeins nokkrum vikum og um leið hætt að eyða varasjóð Seðlabankans í að styrkja Ísl. krónuna og t.d. nota lánin í að rétta við ríkiskassann. Eins gætum við farið að semja um að ganga inn í NAFTA samtök mið-og Norður Ameríku ríkja.
Allt eru þetta stór pólitískar leiðir og gaman að velta sér upp úr þeim. Ekki ætla ég að seigja hvaða leið sé best, þar sem ég hef ekki þekkingu til þess. Þetta eru samt leiðir sem vert er að hugsa um.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2009 | 00:31
Ánægjulegar fréttir ef allt gengur eftir.
Sælir bloggarar.
Var að lesa þessa frétt. Hún er allt önnur en birtist fyrir nokkrum dögum um útboð á vegum Vegagerðarinnar, þar sem engar framkv. voru.
Hér er allt annar tónn kominn í umræðu og bjartsýnn. Nú hefur Ríkisstjórnin samþykkt tillögu samgönguráðherra um næstu skref. Vonandi gengur þetta allt eftir og eins að samningar við lífeyrissjóðina verði lokið sem fyrst og með jákvæðum hætti.
Kveðja, Hörður.
Samgönguframkvæmdir undirbúnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 15:59
Slæmar fréttir frá Vegagerðinni.
Sælir bloggarar.
Var að lesa þessa frétt frá Vegagerðinni. Því miður eru engin útboð á hennar vegum núna.Þeir hafa orðið undir í niðurskurðarhnífnum eins og aðrir, en vonandi lagast það á næsta ári. Það sem maður bíður helst spenntur er að vita hvenær og hvort tekst að semja við lífeyrissjóðina um tvöföldun Suðurlandsvegar.
Kveðja, Hörður.
Engin útboð í pípunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 00:44
Bikiniganga til góðs.
Sælir bloggarar.
Rakst á þessa skondna frétt. Það var bikiniganga í Suður Afríku í baráttu gegn brjóstakrabbameini og var markmiðið að setja heimsmet í því að flestar konur gengu saman. Það tókst, 287 konur gengu til góðs, en gamla metið var 281 kona. Mikið vildi ég að ég væri þarna, því þarna voru margar föngulegar konur. ha,ha.
Kveðja, Hörður.
Bíkiniganga í Suður-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2009 | 14:25
Stutt eftir að grafa í Bolungarvíkurgöngum.
Sælir Bloggarar.
Þetta verður gleðileg frétt hjá Vestfirðingum og sérstaklega Ísfirðingum og Bolungarvíkur fólki að nú styttist að það sé búið að grafa í gegn um göngin. Aðeins eru eftir 92 metra. áætlað er svo að taka göngin í notkun næsta sumar um miðjan Júlí.
Svo hef ég heyrt að það sé góður gangur í Héðinsfjarargöngunum, að vísu þurfa þeir að beisla á sem rennur í gegnum önnur göngin. Ég veit að það mun takast.
Kveðja, Hörður.
Eiga eftir að grafa 92 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2009 | 00:22
Vill skipta húsinu sínu fyrir bújörð.
Sælir bloggarar.
Var að lesa frétt á Visir.is þess efnis að maður einn hér í bænum vildi skipta einbýlishúsi sínu í góða bújörð út á landi og vildi fá með kindur og kýr. Sagðist vera orðinn leiður á hraðanum hérna í bænum. Þetta er allt saman góðra gjalda vert,en kann maðurinn eitthvað til búverka? Það er ekki einfalt að gerast allt í einu bóndi. Bæði er að bændur hafa nú ekki verið hátt skrifaðir í launum og svo er oftast mikil og erfið vinna samfara búrekstri. Þú þarft líka töluvert að tækum og tólum til að gera þér lífið léttara. Þó að ég hafi nú ekki verið mikið í sveit, þá var pabbi nú bóndi og þetta var oftast mikið púl að vera bóndi.
Þessi maður segir að þetta sé gamall draumur sem hann ætli að láta rætast og óska ég honum til hamingju með það og vonandi veit hann hvað hann er að gera.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2009 | 00:08
Ólympíuleikar fyrir vélmenni.
Sælir félagar.
Jæja, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Ólympíuleikar fyrir vélmenni....??
Er tæknin orðin svona góð að það sé hægt að láta vélmennin keppa?
Svo virðist vera alla vega eftir að lesa þessa frétt. Þá er bara spurningin hvenær fara vélmennin að keppa við okkur mannfólkið.
Kveðja, Hörður.
Ólympíuleikar fyrir vélmenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2009 | 12:56
Græn stóriðja er það sem við þurfum.
Sælir bloggarar.
Þetta eru góðar fréttir, en ég var að lesa að Reykjanesbær var að gera samning við Gagnver um uppbyggingu á Ásbrú. Þetta er það sem við þurfum að fá græna stóriðju, þ.e. stóriðju sem ekki spúir mengum yfir okkur. Nú er vonandi nóg orka til fyrir þetta fyrirtæki. Þetta er allavega betra en að fá Álfyrirtæki.
Kveðja, Hörður.
180.000 fm fyrir gagnaver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar