15.9.2011 | 16:53
Á að reka Jón Bjarnason sjávarútv.og landbúnaðarráðherra, ef frumvarp um Stjórnarráð Íslands verður samþykkt?
Sælir bloggarar.
Ég hef fylgst með umræðum á þingi undanfarna daga og er að verða orðlaus á því hvernig starfsháttum þess er háttað. Núna liggja fyrir 46 mál á dagskrá, en eina málið sem rætt er um er mál forsætisráðherra um Stjórnarráð Íslands og heimild til að hún ráði því hverjir verði ráðherrar og hvaða verkefni hver ráðherra hefur. Það er búið að karpa um þetta mál í marga daga, þegar önnur og mikilvægari mál bíða.
Það er engin sjáanleg ástæða til að flýta þessu máli nú í gegn á haustþingi. Nær væri að taka þetta betur fyrir í vetur og vanda til frágangs.
Það læðist að manni sá grunur að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætli að nota þessa heimild til að taka landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin úr hendi Jóni Bjarnasyni ráðherra og færa þau undir Össur Utanríkisráðherra alla vega í bili til að hann geti komið þessum málum áfram í sambandi við aðildarumsóknina í ESB. Þar með yrði Jón rekinn. Síðan yrði eftir áramótin stofnað nýtt atvinnuvegaráðuneyti þar sem iðnaðar - landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin sameinuðust undir einn hatt. Þetta yrði þó ekki gert fyrr en Össur hefði greitt alla flækju og komið þessum málum áfram í aðildarumsóknina og eins mun Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fara í fæðingarorlof snemma á næsta ári (held að hún eigi að eiga í febrúar).
Þessi mikli asi er því tilkominn að ESB bíður eftir svari frá Jóni Bjarnasyni um ýmis mál er varða landbúnað og sjávarútveg og er Össurri ætlað að leysa það. Helst vill hún klára að samþykkja þetta frumvarp fyrir 1 Október, því þá kemur nýtt þing saman og gæti þá þetta plott dregist mikið ef ekki verði búið að samþykkja.
Eitt að lokum er svo ágiskun mín að sá sem verði Atvinnuvegaráðherra er Kristján L Möller, en hann hefur verið ráðherra áður hjá samfylkingunni og hefur mesta reynsluna. Þá verði ráðherrar 9 eða 5 hjá samfylkingunni og 4 frá vinstri grænum. Það er vegna þess að þingflokkur samfylkingar er miklu stærri en vinstri græn.
Ég vil þó taka fram að ég er stuðningmaður þess að aðildarumsóknin verði kláruð með góðum samningi sem verði svo sett í þjóðaratkvæðagreiðslu, en ég er ekki alveg til í það að það verði að fórna Jóni Bjarnasyni fyrir það.
Kv. Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2011 | 00:10
Eru menn búnir að gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 17 ár?
Sælir bloggarar.
Ég varð að skrifa hérna nokkrar línur, vegna fréttar í kvöld um könnun sem sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefðir mælst með um 50% atkvæða, ef taldir eru bara þeir sem tóku afstöðu í könnuninni. Tekið skal fram að það voru margir óákveðnir að mig minnir yfir 40%.
Ég segi nú bara það að guð hjálpa okkur ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda og það kannski með nærri 50% atkvæða.
Eins og titillinn segir þá vil ég minna menn á að vera ekki svo gleymskir að muna ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í um 17 ár eða frá 1991 til 2008.
Til að hressa upp á minnið þá eru hérna nokkur atriði fyrir ykkur að muna:
Í fyrsta lagi var það Sjálfstæðisfl. sem sá um að einkavæða bankana þ.e. Landsbankann og Búnaðarbankann.
Í öðru lagi var það Sjálfstæðisfl. og Davíð Oddson sem lagði niður Þjóðhagsstofnun, vegna þess að hún var ekki sammála þeim með hagstærðir og efnahagsmál. Einnig var Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlitið og sjálfur Seðlabanki Íslands mjög veikir á þessum tíma.
Í þriðja lagi var það Sjálfstæðisfl. sem lagði niður hátekjuskattinn og lækkaði fjármagnstekjuskattinn niður í 10%. Einnig lækkaði hann tekjuskatt fyrirtækja niður í 15%.
Í fjórða lagi sá Sjálfstæðisfl. til að einfalda allar viðskiptareglur og öll boð og bönn voru af hinu ílla, þannig að útrásarvíkingarnir gátu gert hvað sem þeir vildu og urðu ríkari og ríkari en allur almenningur varð fátækari, þó svo fólk tók ekki eftir því vegna þess að flestir voru hnepptir í skuldir upp fyrir höfuð, sem hrundi svo yfir fólk í bankahruninu.
Margt fleira væri hægt að tiltæka sem Sjálfstæðisfl. kom nærri á 17 ára valdaferli sínu og bara þess vegna vona ég að þeir komist ekki til valda aftur.
Vonandi fáum við nýja flokka og nýtt fólk sem við getum kosið í næstu kosningum.
kv. Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2011 | 19:04
Mús truflaði flugsamgöngur í Stokkhólmi.
Sælir bloggarar.
Ég sé að talsverð umræða hefur verið um hvort Glerhjúpur Hörpunnar hafi sést vel eða ekki.
Nú kemur ný frétt sem ég sá á Rúv.is sem vakti athygli mína. Þar er sagt frá mús sem sást í farþegarými flugvélar sem átti að fara frá Stokkhólmi til Bandarríkjanna. Farþegar þurftu að fara frá borði og seinkaði flugi á meðan reynt var að ná í músina. Margar músagildrur voru settar en án árangurs, músin slapp. Var þá ekki allt í lagi að bjóða henni bara flug til Bandarríkjanna svo að ekki komi til seinkunnar á flugi? Ég bara spyr? Kannski eru einhverjir hræddir við mýs, veit ekki. Alla vega hrósar hún sigri og spurning hvar hún kemur næst fram. Kannski sést hún næst í flugvélum frá Icelandic þ.e.a.s. ef hún langar að koma til Íslands.
kv. Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2011 | 00:40
Glerhjúpur Hörpu tendraður eða ekki?
Hæ, hæ bloggarar.
Jæja þá er maður búinn að fara niður í bæ á menningarnótt og sjá flugeldasýninguna og svo þessa svokölluðu ljósatendringu á Hörpu.
Eitthvað hlýtur að hafa misfarist, því ég sá sama og engin ljós bara smá blá ljós. Átti ekki að lýsa Hörpuna upp?? Ekki sá ég það og þó var ég hjá Seðlabankahúsinu og ætti að sjá vel.
En að því slepptu, þá var vel troðið af fólki. Örrugglega verður sett met, líklega yfir 100.000 manns gæti ég trúað.
Kv. Hörður
Glerhjúpur Hörpu tendraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2011 | 22:54
Pissaði á 12 ára stúlku í flugvél.
Sælir bloggarar.
Ég rakst á skrítna frétt á visir.is um 18 ára pilt sem var í unglingalandsliði USA í skíðaíþrótt. Hann átti að hafa drukkið 6 bjóra og líka fengið sér romm áður en hann steig upp í flugvélina og svo pissað á 12 ára stúlku þar.
Ég las þessa frétt a.m.k. 2 sinnum þar sem öll fréttin passar engan vegin og hún er óútskýrð fyrir almenning hvernig þetta átti sér stað. Ég gagnrýni svona fréttaflutning, þar sem við almenningur verur að geta í eyðurnar hvað hafi skéð. T.d. var ekki sagt hvernig þetta skéði. Það eina sem sagt var að faðir stúlkunnar hafi orðið vitni að þessu en hann sjálfur sagðist hafa lognast út af og sofnað. Endirinn á fréttinni var að hann var ekki kærður fyrir ósiðsamlega hegðun, svo ekki gat þetta verið alvarlegt.
Spurningar frá mér: nr. 1. Fór strákurinn á eftir stelpunni inn á salernið og pissaði á hana þar. Veit ekki, ekkert svar frá visir.is.
nr. 2. Girti strákurinn niður um sig í miðri flugvélinni og með fullt af fólki og pissaði á stelpuna þar? Veit ekki, ekkert svar um þetta frá visir.is.
nr. 3. ef strákurinn hefur lognast út af og sofnað, þá hefur hann líklega pissað á sig sjálfan, en ekki stelpuna, nema hún hafi setið við hlið hans og brugðið svo við að sjá hann hafa pissað á sig að þetta varð að stórfrétt. Veit ekki, ekkert svar frá visir.is.
Ég allavega klóra mér mikið í hausnum yfir þessari frétt sem ég næ ekki að skilja. Vonandi skyljið þið hana betur. Þetta er allavega gagnrýni frá mér til fjölmiðla.
kveðja Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2011 | 00:19
Getur það verið að Íslendingar þurfi að hjálpa Grikkjum?
Sælir bloggarar.
Ég var að lesa þessa frétt og gat ekki annað en skrifað um þetta.
Er það virkilega satt að Íslendingar gætu þurft að veita Grikkjum fjárhagsaðstoð?
Ég man ekki annað en þegar Íslendingar lentu í bankahruninu 2008 og 2009 að engin Evrópuþjóð kom okkur til hjálpar fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði gefið grænt ljós að það væri í lagi að lána okkur pening. Undanskildir þessu voru þó Færeyingar sem settu engin skilyrði fyrir sínu láni.
Þettu eru líka engir smápeningar, en rúmlega 10 milljarðar sem við Noregur og Litenstein. Vona að Noregur taki sem mest af þessu, en ég held að við séum ekki aflögu færir að lána öðrum eins og er.
Vona bara að við sleppum vel frá þessu.
kv. Hörður.
Íslendingar veita Grikkjum fjárhagsaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælir bloggarar.
Ég hef fyllst með Ögmundi og samgöngumálunum undanfarnar vikur og mánuði og nú varð ég að setjast niður og skrifa.
Þetta er að verða með ólíkindum að Ögmundur er að stoppa allar framkvæmdir í vegamálum, hvort sem þær eru á milli Reykjavík til Selfoss eða að grafa göng til Neskaupsstaðar. Alltaf sama sagan hjá honum allt stopp. Þó hefur fv. samgönguráðherra Kristján L Möller ekki verið sammála þessu og telur að það sé hægt að fara hraðar í framkvæmdir hjá Vegagerðinni.
T.d. tvöföldun vegarins frá Reykjavík til Selfoss, það var komið vel á veg þegar Kristján var samgönguráðherra, en þegar Ögmundur tók við þá er allt stopp. T.d kjarasamningarnir milli ASÍ og Vinnuveitendasambandsins kveða um að fara í róttækar framkvæmdir í vegamálum til að minnka atvinnuleysið og skapa tekjur.
Eins er það með Fangelsismálin, þar er hann enn og aftur að tefja fyrir að það sé hægt að byrja að byggja Fangelsi, enda bíða yfir 300 fangar eftir að komast inn.
kv. Hörður.
Peningar fyrir göngum ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2011 | 22:49
Klúður á þinginu ef Olíuleitarútboði frestast.
Sælir bloggarar.
Já endemis klúður hjá stjórninni og þinginu að klúðra þessu.
Ég hafði fylgst með þinginu núna í vor og sá strax að þessi frumvörp voru mikilvæg, enda voru þau komin til 2 umræðu og þess vegna hefði það ekki þurft mikinn tíma til að afgreiða þau. Eins voru þarna mörg frumvörp komin til 3 umræðu og það hafði bara þurft 15 til 30 mín til að afgreiða þau, en þingmönnum lá svo á að komast í sumarfrí að það var sleppt að afgreiða þau. T.d. Atvinnuleysisfrumvarpið sem var til 3 umræðu (í því var t.d. desemberuppbót handa atvinnuleitendum). Oftast þegar þingið er á síðustu dögum áður en það fer í frí, þá afgreiðir það fjöldan allan af frumvörpum cirka 40-50 en núna held ég að það hafi bara verið 15-20 frumvörp, enda fór allur tíminn í málþóf og flækjur t.d. vegna frumvarps um stjórn fiskveiða og gjaldeyrismál. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þingið, hvað það afgreiddi fá frumvörp. Þingið hefði átt að hreinsa upp þau frumvörp sem voru til 2 og 3 umræðu og hefði það ekki tekið nema einn dag í viðbót til að afgreiða þau. Ég vona að Olíuleitarútboði þurfi ekki að fresta mjög lengi, því ég vona að þingi dröslist til að afgreiða frumvörpin í September.
kv. Hörður.
Olíuleitarútboði frestað? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2011 | 19:11
Icesave skuldin lækkar úr 32 milljarðar í 11 milljarðar samkv. frétt Fjármálaráðuneyti.
Sælir Bloggarar.
Jæja þá er komið fram það sem við Já menn töldum alltaf að Icesave skuldin mundi lækka eftir sem eignir Landsbankans koma í ljós. Áhyggjur Nei manna eru því óþarfar og líklega sjá þeir núna eftir því að hafa sagt nei.
Nýjasta matið er það að Icesave skuldin lækkar úr 32 milljörðum í 11 milljarða sem eru góðar fréttir, ef við hefðum sagt Já í þjóðaratkv. greiðslunni, en vegna þess að við sögðum Nei, þá eru mörg óvissu atriði t.d. er málið núna hjá ESA dómstólnum og þegar þeir hafa afgreitt málið eftir nokkra mánuði, þá á málið eftir að fara til dómstóla hér á Íslandi svo óvissan er mikil, því við gætum þurft að borga miklu meira heldur en bara þessa 11 milljarða. Við vonum þó það besta í þessu máli.
kv. Hörður.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2011 | 02:56
23 einbreiðar brýr á Suðausturlandi.
Sælir bloggarar.
Ég var á ferð austur frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði núna sl. miðv.dag.
Keyrði syni mínum, þar sem hann var að fá vinnu sem kokkur á Hóteli þar stutt frá.
Ég og mínir ættingjar sem voru með mér í bílnum, tókum sérstaklega eftir að það voru mjög margar einbreiðar brýr á leiðinni. Þannig að í bakaleiðinni á fimmtudaginn, þá tókum við ég og dóttir mín að telja brýnnar.
Á milli Hafnar og Kirkjubæjarklaustur voru hvorki meira né minna en 22 einbreiðar brýr á leiðinni, bæði stórar og smáar og ein einbreið brú á milli Vikurs og Skóga.
Þetta kom manni mikið á óvart, enda hef ég ekki farið þessa leið sl. nokkur ár. Maður hefði haldið að það væri búið að mestu að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi 1.
Hér held ég að Vegagerðin eigi mikið verk eftir til að eyða þessum einbreiðu brúm. Vona að þeir byrji sem fyrst, enda mikið verk framundan í því.
kv. Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar