Leita í fréttum mbl.is

Kolgalið að hafa nýja spítalann við Hringbraut.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt á Visir.is Það var viðtal við lækni þarna að það sé kolgalið að hafa nýja spítalann þarna við Hringbraut. Það er vegna ýmissa atriða eins og of þröngar akbrautar og í nálægðar framtíðar verði Hringbraut bara í úthverfi.

Þetta er alveg eins og ég hef alltaf haldið fram að staðsetningin þarna er arfa vitlaus. Menn voru með það fyrir augum að hafa sjúkrahúsið nálægt Háskóla Íslands, þar sem þetta sé kallað Háskólasjúkrahús.

Ég gef lítið fyrir þau sjónarmið. Besta staðsetningin var alltaf upp í Fossvogi þar sem Borgarspítalinn er. Þar hefur verið nægt pláss fyrir nýtt sjúkrahús, allavega fram að þessu. Að vísu hefur verið byggt nokkuð mikið af blokkum þarna í nágrenninu sl. 10 ár eða svo, en engu að síður tel ég mikið pláss eftir til að byggja við gamla spítalann. Þarna er líka sú hugmynd að byggja upp í loftið, en ekki dreifa húsnæðinu um stórt svæði eins hugmyndin er á Hringbraut. Það hlýtur að vera vænlegri kostur t.d. ef flytja þarf sjúklinga á milli eininga sjúkrahússins að þurfa ekki að eyða miklum tíma í flutningi ef hægt er að gera það með því að fara bara upp og niður í lyftu.

Þarna í Fossvogi sæi ég mér að væri hægt að byggja t.d. 30 hæða hús fyrir sjúkrahús framtíðar og kannski jafnvel 2 svoleiðis hús hlið við hlið. Þetta mundi ég telja vera mjög hagkvæmt og þarna væri komið líka flott kennileiti fyrir Reykjavík sem sæist mjög víða.

En eins og núverandi hugmyndir við Hringbraut að dreifa þessum byggingum um stórt svæði er alveg fráleitt.

kv. Hörður.


Borgarbyggð getur ekki borgað lán til Orkuveitunnar.

Sælir bloggarar.

Var að lesa frétt um það að á Rúv.is að Borgarbyggð geti ekki borgað lán sem samþykkt var af eigendum Orkuveitur Reykjavíkur, þeir eru Rvík, Akranes og Borgarbyggð.

Málavexti eru þau að fyrir 1 ári var samþykkt að lána OR pening vegna þess að OR skuldaði svo mikið og vantaði pening.

2 eigendur þ.e.a.s Rvík og Akranes reiddu fram sinn part af láninu, en Borgarbyggð gat það ekki. Svo hefur liðið 1 ár og enn hafa þeir ekki greitt sinn hlut af láninu.

Nú hefur Borgarbyggð komið með þá hugmynd að hinir eigendurnir láni þeim þessar 75 millj. (aðallega Rvík.) svo þeir geti staðið við sinn hlut.

Þetta finnst mér alveg fáránlegt og eins finnst Reykjavíkurborg líka og hafa reifað þá hugmynd að kaupa út hlut Borgarbyggð sem mér finnst mjög svo skynsamlegt og finnst mér að sjálfsögðu að Reykjavík ætti 100 % í OR, en ekki aðrar Sveitarfélög. Jú finnst bara að OR sé fyrirtæki í eigu Rvík. Svo er bara annað mál að Rvík getur gert samstarfssamninga við önnur Sveitarfélög.

kv. Hörður.


Meira um Pólitík eftir áramót.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt eða hugleiðingar um flokkakerfið á Íslandi. Það var líka í fréttum í kvöld á báðum sjónvarpsstöðvunum hvað flokkar eða nýjir flokkar væru að huga að bjóða fram í næstu alþingiskosningum.

Þetta gæti orðið mjög áhugasamt ef hinir nýju flokkar mundi ná inn mönnum á alþingi. Til þess þurfa þau samkvæmt núverandi reglum um 5% atkvæða.

Leikum okkur aðeins með tölum og segjum sem svo að 3 af þessum 5 nýjum flokkum nái inn mönnum þ.e.a.s. Guðmundur Steingrímsson (nafnlaus flokkur ennþá), flokkur Lilju Mósesdóttir og (Hreyfingin með Borgaraflokknum og Frjálslyndum), held að hinir 2 flokkar til hægri nái ekki inn manni.

Gæti þetta verið t.d. mín ágiskun eins og staðan er núna? Kannski?

D = Sjálfstæðisfl. með 21 mann.

S = Samfylkingin með 14 menn.

B = Framsókn með 7 menn.

VG = Vinstri Græn með 6 menn.

Flokkur Guðm. Steinsgr. með 6 menn.

Flokkur Lilja Mósesdóttir með 6 menn.

Hreyfingin með 3 menn. eða samtals 63 þingmenn.

Hverjir gætu þá farið í stjórn og hverjir fara saman? Tek fram að þetta er gert í ganni hjá mér að stilla þessu svona upp að 7 flokkar nái inn mönnum. það hefur ekki skeð áður hér á landi og þess vegna gæti stjórnarmyndun reynst erfið.

Í þessum tölum sjáum við að D + B ná ekki meirihluta eru með 28 menn en þurfa 32.

T.d. vinstri stjórn væri kannski S + VG + GS + Hreyf. = 29 menn en ekki nóg í meirihluta. (þessir flokkar styðja ESB og sá hluti af VG sem yrði eftir þarna væri kannski hlutlaus)

Þá er spurningin hvað mundi flokkur Lilju M. gera? Hún er á móti ESB aðeild og gæti t.d. náð saman með D + B + Lilja M. = 34 sem væri meirihluti. Þá hefur maður líka heyrt að þessir flokkar mundu kannski frekar ná saman um skjaldborg um heimilin, eða allavega að vera með einhverjar tillögur til úrbóta. Mér sýnist í þessum tölum mínum sem er gert í ganni að flokkur Lilju M. gæti haft úrslitaáhrif á það hverjir fari í stjórn.

Þá væri komin einhverskonar blanda af hægri og vinstri stjórn. Ef tölur á einstökum flokkum mundi hnika til smávegis, gæti þetta gerbreyst, en líklega er nú of snemmt að spá í þetta, betra væri að bíða eftir fyrstu skoðanakönnun, þar sem öll nýju öflin kæmu fram. en engu að síðu var þetta forvitnilegt að pæla í.

Sjálfur mundi ég vilja hafa flokka sem styðja áframhaldandi aðeildarumsókn að ESB sterkari, en reyndi að vera hlutlaus og raunsær í mínum útreikningi.

kv. Hörður.


mbl.is Staða Samfylkingar í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík um áramót.

Sælir bloggarar.

Fyrst vil ég óska öllum bloggurum gleðilegt nýtt ár og farsælt komandi ár í bloggheimum. Vonandi verður næsta ár gott ár handa okkur bloggurum.

Í pistli mínum í kvöld ætla ég að ræða svolítið um pólitík sem tröllríður öllu núna vegna ráðherra kapalsins.

Ég hef talið mig til jafnaðarmanns nokkur undanfarin ár og er enn sama sinnis en að vera hægri sinnaður eða mjög til vinstri.

Ég hef fylgst með pólitíkinni um nokkurt skeið og skil ekki alveg þessa miklu reiði sumra í garð Samfylkingarinnar, vegna þess að það voru ekki þeir sem hófu bankahrunið, en svo eftir það skeði má alltaf deila um það hvað sé hægt að gera til að koma til móst við almenning í landinu. Þar koma margir áhrifahópar fram sem vilja sinn hlut bestan eins t.d. fjármálaveldið (bankaveldið) og er kannski erfitt að fara bil beggja.

Aðeins til upprifjunar fyrir þá sérstaklega sem eru á móti Samfylkingunni, þá var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að stjórna Íslandi í 18 ár samfellt og það var hann ásamt Framsóknarflokki sem einkavæddi bankana á sínum tíma og í framhaldinu fylgdi mjög einfaldar reglur í viðskiptalífinu sem var á þá leið að öllum boðum og bönnum var eitthvað sem ekki var cool á þeim tíma og þess vegna fengu allir þessir útrásarmenn að leika lausum hala.

Mín spurning til ykkar er t.d. þessi: Mundi Sjálfstæðisflokkurinn styðja betur við bakið á almenningi t.d. í skuldamálum heimilanna heldur en þessi stjórn er að gera, þó sumir halda að þeir séu ekki að gera neitt?

Ég er ekki svo viss um það. Ég hef alltaf haldið að Sjálfstæðisflokkurinn stæði með fjármálakerfinu og ríka fólkinu í landinu svo ég held að staðan í landsmálunum hér hefði ekki verið betra ef þeir hefðu verið við völd. Þó má geta þess að sumt sem þeir eru með hljómar vel eins og t.d. að auka fjárfestingar hér á landi og að tala um að auka atvinnu hérna, svo er annað mál hvort þeim mundi takast það.

Þar með er ég ekki að segja að núverandi stjórn Samfylkingarinnar og VG hefði ekki geta gert betur. Að sjálfsögðu er margt sem má gera betur og eins tel ég núna að það þurfi sérstaklega hjá jafnaðarmönnum að fá nýtt fólk til starfa og til að endurnýja flokkinn.

Það sem ég sé við reiði sumra við Samfylkinguna er það að fólk bjóst við svo miklu af þeim, en flestir vissu hvað VG stæðu fyrir svo það kom fólki ekki eins á óvart með þeirra stefnumál.

Eins var það líka þannig að fyrir hrun og fyrstu mánuðum árið 2009 var Jóhanna Sigurðardóttir vinsælust af ráðherrunum það var kannski það sem réði því að Ingibjörg Sólrún fv. formaður fékk Jóhönnu til að gegna formennsku í Samfylkingunni og fólk bjóst við svo miklu af henni þar sem hún studdi litla manninn hér áður fyrr og kannski er það ástæðan fyrir því núna að fólk (sumt) hatar hana af því að þeim finnst hún hafa brugðist þeim eftir hrun.

Þó verða allir sem hugsa um pólitík og hverjir stjórna landinu að sjá fyrir sig hverjir gætu tekið þetta starf að sér, áður en það rakkar niður núverandi stjórn.

Margt er hægt að pæla fram og aftur um pólitík nú um áramótin þar sem miklar hræringar eru að eiga sér stað og á eftir líklega eiga sér stað.

Læt þessar pælingum lokið og óska öllum aftur gleðilegt nýtt ár.

kv. Hörður.


mbl.is Fundahöld um allt hótelið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn virðast ekki skilja einfaldar útskýringar.

Sælir bloggarar.

Ég las þessa frétt fyrr í kvöld og hef verið að skrifa athugasemdir hjá öðrum bloggurum og hjálpað til við að útskýra þetta fyrir öðrum.

Einhverja hluta vegna virðist ekki vera hægt hjá sumum að skilja einfaldar útskýringar á hlutum eins og þessum.

Bara örstutt:

Ríkið kaupir ekki tryggingar til að tryggja búslóðir og fleira þegar starfsmenn á vegum ríkisins þarf að vinna erlendis eins og þessu tilfelli. Og ef það verða skemmdir þá borgar ríkið bara skemmdirnar (að sjálfsögðu gerist það afar sjaldan). Það er miklu ódýrara að tryggja ekki fyrir ríkið, heldur en að vera með tryggingar á öllu mögulegu. Líklega græðir ríkið mörg hundruð milljónir á þessu, svo við sem erum ríkið græðum bara á þessu.

kv. Hörður.


mbl.is Vont að sitja undir dylgjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á OR að selja Perluna?

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt "Óheimilt að byggja á Perlureitnum".

Ég er ekki sammála því. Ef Orkuveitan (sem er sameign okkar Reykvíkinga) á að geta selt eignir sínar og þar af leiðandi minnkað skuldir sínar, þá þarf hún að geta selt eignir sínar ekki satt. Samkvæmt þessu sem Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Rvík heldur fram að það sé ekki hægt að byggja við Perluna, þá sé ekki annað en salan gangi til baka og Orkuveitan situr uppi með Perluna.

kv. Hörður.


mbl.is Óheimilt að byggja á Perlureitnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESA stefnir Íslandi vegna Icesave.

Sælir bloggarar.

Jæja nú er komið á daginn að ESA ætlar að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir dóm vegna Icesave-deilunnar.

Ég hafði verið á móti Icesave 1 og 2 samningum en sá síðasti nr. 3 fannst mér vera sá skásti sem við gætum sætt okkur við. Ástæðan er sú að nú er komið mikil óvissa um að við gætum kannski tapað þessu máli fyrir dómi og þá þyrftum við að borga miklu hærri vexti en samningur 3 gerði ráð fyrir.

Núna verðum við að krossleggja fingur og vona hið besta en vera þess viðbúinn því versta.

kv. Hörður.


mbl.is ESA stefnir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami liður er bæði felldur og samþykktur í Fjárlögum.

Sælir bloggarar.

Er að hlusta á alþingisrásina um atkvæðagreiðslur um Fjárlög 2012.

Það sem kom mest á óvart að mér fannst var að ein tillaga frá minnihluta um sama efni var felld en síðan var hún samþykkt þegar hún var borin upp af meirihlutann.

Þetta var tillaga um Samræmd neyðarsvörun um aukningu 20 milljónir kr. frá Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttir og var hún felld, en þegar sama tillaga var borin upp frá meirihluta fjárlaganefndar þá var hún samþykkt.

Þetta þótti mér mjög skringilegt að sjá. En svona er nú lýðræðið.

kv. Hörður.


Fjármálaeftirlitið fær viðbótar hækkun um 548 milljónir, en Landsspítalinn bara 50 milljónir.

Sælir bloggarar.

Jæja nú eru Fjárlög komin til 3 umræðu í þinginu og það sem stíngur í stúf er hin mikla hækkun hjá Fjármálaeftirlitinu eða um 548 milljónir og fær það því samtals á næsta ári um 1.950 milljónir kr. Þetta er mikill peningur þegar Helbrigðisstofnanir þurfa að draga saman seglin.

T.d. Var Landspítalanum gert að skera niður um 630 milljónum kr. Í meðferð frumvarpsins til 2 umræðu fékk Landspítalinn 140 milljónir kr. hækkun og núna við 3 umræðu fékk hann einungis 50 milljónir, svo niðurskurðurinn er kominn niður í 440 milljónir kr.

Aðrar Heilbrigðisstofnanir fengu núna við 3 umræðu 77 milljónir kr. og Sjúkrahúsið á Akureyri fékk 5 milljónir. Þetta eru hlæilegar lágar upphæðir miðað við heildarfjárlög og í samanburði við aukningu hjá Fjármálaeftirlitinu.

Það hlýtur að vera hægt að verja betur Heilbrigðisstofnanir og Landspítalann en þetta. Það er hægt að finna pening annarsstaðar svo ekki þurfi að koma til niðurskurðar. Það hefði mátt t.d. taka hluta af þessarri hækkun hjá Fjármálaeftirlitinu og setja í Heilbrigðisstofnanir. Eins eru ófyrirséð útgjöld hjá stjórnvöldum um 3 milljarðar ef ég man rétt og hefði mátt koma eitthvað frá þeim peningi til Heilbrigðisstofnanir.

Læt þetta gott í bili.

kv. Hörður.


mbl.is Útgjöld til heilbrigðisstofnana hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðnaðarráðherra sakar Ögmund um dylgjur.

Sælir bloggarar.

Nú er manni alveg lokið. Ætlar Ögmundur aldrei að hætta þessarri útlendinga hatri. Nú síðast er hann með dylgjur í garð Katrínar Júlíusdóttir Iðnaðarráðherra vegna þess að hún sem Ferðamálaráðherra ætlar að halda fund með Huang og aðstoðarmönnum hans og leiðbeina þeim í gegnum Íslensk lög hér.

Þá heldur Ögmundur því fram eða er með dylgjur um það að hún ætli að hjálpa honum að sniðganga Íslensk lög. Þetta eru alveg rakalaus þvættingur, því staðan í dag er þessi: Útlendingar utan ESB meiga ekki fjárfesta í Sjávarútvegi og í Orkugeiranum og á kaup á landi samkvæmt Íslenskum lögum. Að öðru leiti meiga útlendingar að fjárfesta hér t.d. í ferðamálum.

Vona að Iðnaðarráðherra taki málin föstum tökum og láti ekki Ögmund slá sig út af laginu.

kv. Hörður.


mbl.is Sakar Ögmund um dylgjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband