Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Forsetinn undir feld. Hann hlýtur að hafna Icesave.

Sælir bloggarar.

Ég vil byrja á því að óska öllum bloggurum Gleðilegs Nýtt ár og þakka fyrir það gamla. Ég hef verið í smá fríi hérna í blogginu en er enn lifandi. ha.ha.

Ég hef fylgst með Icesave eins og aðrir og hef oft horft á Þingið að störfum.

Eitt fannst mér skrítið við atkvæðagreiðsluna en það var að Lilja Mósesdóttir og Ögmundur sögðu nei við Þjóðaratkv. greiðsluna en höfnuðu svo sjálfum lögunum um ríkisábyrgð. Það er ekkert samræmi í þessu.

En nú er málið komið til Forsetans og það er hans að hafna eða samþykkja. Ég skal viðurkenna að ég skrifaði mig á undirskriftalistans hjá InDefens til að skora á Forsetans að hafna lögunum.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað gerist ef Forsetinn hafnar Icesave.

1. Stjórnarflokkarnir gætu kallað saman þingið og eins og Davíð gerði með Fjölmiðlalögin að taka þau til baka og þá taka lögin frá því í Ágúst gildi. Þá væri gott hjá þeim í framhaldinu að skipa þingnefnd allra flokka til að fara til Bretlands og Hollands til að kynna afstöðu Íslands og koma skoðunum Íslendinga til skila og vita hvort þeir vilji ekki samþykkja lögin frá því í Ágúst með þeim fyrirvörum sem þar voru.

2. Að kalla saman þingið og taka lögin aftur og samþykkja þjóðaratkv.greiðslu sem allir flokkar væru sammála og sýna þannig Bretum og Hollendingum hug okkar, þar sem örrugglega er meirihluti þjóðarinnar fyrir að hafna lögunum.

3. Að láta þjóðaratkv.greiðsluna frá Forsetanum fara fram en óska eftir að stjórnarandstæðan komi að stjórn og samið verið um þjóðstjórn til a.m.k. eins árs, áður en kosningar fari fram. Þetta geri stjórnin vegna þess að þeir veri viss um að þjóðin hafni lögunum.

4. Að gera ekkert og láta þjóðaratkv.greiðsluna fara fram en þá verður stjórnin að fara frá ef þjóðin hafnar lögunum. Þetta er heldur ólíklegt að stjórnin geri.

Alla vega verður gaman að fylgjast með næstu daga.

Kveðja, Hörður.


Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband