Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hvert er Verkalýðshreyfingin að fara?

Sælir Bloggarar.

Undanfarið hefur mikið verið talað um hina svokölluðu "Stöðuleikasamkomulag" sem aðilar Atvinnusamtaka og Verkalýðshreyfingin gerðu sl. sumar. Í því sambandi finnst mér ASÍ vera of hallaðir undir Vinnuveitendur og stundum finnst mér sem ASÍ og Vinnuveitendur vera einu og sömu aðilar alla vega þegar þeir fara á fund Ríkisstjórnina. Það er áður mér brá, en aðal óvinir Verkalýðssamtakana vor Vinnuveitendur og var oft barist mikið þeirra á milli, en nú er öldin önnur. Mér finnst sem ASÍ vera komin nokkuð langt frá upphaflega tilgangi sínum en það er að verja hag almennings, en ekki fyrirtækja. Nú er tími til fyrir ASÍ að brýna sverðin og láta okkur almenning hafa kauphækkunina sem okkur var lofað 1. Nóv. (Reyndar hefur ítrekað verið búið að fresta þessum hækkunum).

Ef það slitnar upp úr þessu núna, þá fáum við ekki þessar kauphækkanir. ASÍ ætti að hafa meiri þolinmæði vegna tillagna Ríkisstjórnarinnar og t.d. ætti ASÍ ekki að skipta sér af því þó Ríkisstjórnin ætli að setja Orkuskatta á stórfyrirtæki, það er nóg að Vinnuveitendur hafi áhyggjur af því. Þessi stórfyrirtæki geta alveg borgað skatta eins og við almenningur.

Kv. Hörður.


Af hverfu má ekki skattleggja fyrirtæki?

Hæ bloggarar.

Ég verð aðeins að taka til máls hér. Þessir orkuskattar hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarið og sitt sýnist hverjum. Mér finnst að það megi skattleggja fyrirtæki alveg eins og einstaklinga og sérstaklega stórfyrirtæki, þar sem þeir borga sama sem enga orkugjöld, alla vega margfalt minna en almenningur þarf að borga fyrir raforkuna.

Þetta var svona smá ábending frá mér.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Vestfirðingar með nýja veginn.

Sælir Bloggarar.

Í dag opnaði Samgönguráðherra formlega Djúpveg um Arnkötluveg og styttist vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar um 42 km. Til hamingju Vestfirðingar með þennan nýja veg. Nú getum við farið frá Reykjavík til Ísafjarðar á malbiki.

Nú hefur þrátt fyrir kreppuna tekist að stytta og laga veginn til Ísafjarðar tvisvar (brú yfir mjóafjörð og veg um Arnkötludal).

Nú er bara að bíða eftir að farið verði í Suðurlandsveginn og að göng frá Ísafjörð til Bolungaveg og einnig Héðinsfjarðargöng verði tilbúin.

Kveðja, Hörður.


mbl.is 42 km styttra á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband