Leita í fréttum mbl.is

Um Pólitík - 3 hluti.

Sælir bloggarar.

Ég hef áður rætt hér um Pólitík og ætla að skrifa a.m.k. eina grein í viðbót um hana. Það sem gerði það að verkum að ég fer af stað með þessa grein var að ég las á DV.is grein eftir Teit sem býr í Gautaborg um Sjálfstæðisflokkinn.

Þannig að mig langar til að spjalla aðeins um Sjálfstæðisflokkinn og það hvernig við Íslendingar tölum um Pólitík.

Það er alvitað að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd samfellt í 18 ár áður en efnahagshrunið var hér 2008. Þeir sem hafa gleymt því þá upplýsist það núna.

Margir vita það líka að það varð mikil hægri sveifla í heiminum sem kom líklega eftir að Berlínarmúrinn féll árið 1989. Þetta var hin svokallaða nýfrjálshyggja þar sem einstaklingurinn mátti gera nánast hvað hann vill til að koma sér áfram, án þess þó að brjóta lög. Á þessum tíma var flestum eftirlitsstofnunum skapaðar þröngar skorður og lítið eftirlit var með fjármálageiranum og óx hann mjög mikið á þessum tíma. í Kjölfarið varð mikil spilling, þar sem hver og einn var að sanka að sér peningum og völdum.

Í þessarri veröld óx Sjálfstæðisflokkurinn hér á landi og eins og í fleiri löndum þá var það alger "tabú" að hafa einhverjar eftirlitsstofnanir til að hafa eftirlit með bönkunum. Þeir uxu og uxu á þessu tímabili og sérstaklega eftir aldamótin 2000 til 2008. Þess má geta að ein sú stofnun sem var við lýði og sá um þjóðhagsspá var Þjóðhagsstofnun en hún var lögð niður af Sjálfstæðisflokknum af Davið Oddsyni sem var forsætisráðherra í 13 ár. Ég tel það hafa verið ógæfuspor að leggja hana niður.

Með þessarri söguskoðun að baki og allt það sem gekk á árið 2008, þegar í ljós kom að margir af útrásarvíkingunum sem við kölluðum fjármálamenn og bankamenn voru mikið spilltir og söfnuðu peningum til sín og veigruðu sér ekki að leggja heilu bankana á hausinn, bara til að verða sjálfir ríkari og ríkari.

Þá kemur að því að þessi nýfrjálshyggju stefna sprakk í loft upp hér á landi árið 2008 og einnig í öðrum löndum. Og í árbyrjun 2009 kom hér mikil mótmælabylgja við þessarri stefnu sem varð til þess að Sjálfstæðiflokkurinn féll.

Þá kemur maður að erindinu mínu, hvað var það sem fólk var að mótmæla? Var það ekki að mótmæla stefnu Sjálfstæðisflokksins og þessarri nýfrjálshyggju stefnu sem settu bankana á hausinn? Jú ég held það eða mig minnir það.

Nú eru liðnir 3 ár frá því að þessir atburðir skeðu og gott að staldra aðeins við. Hvað er það sem margt fólk í landinu er að mótmæla núna? Jú það er að mótmæla núverandi stjórn sem er vinstri stjórn og vill gamla Sjálfstæðisflokkinn aftur við völd og er búinn að gleyma öllu sem áður gerðist. Erum við Íslendingar svona fljótir að gleyma? Já í Pólitík er allt hægt. Ef maður vogar sér að gagnrýna t.d. Sjálfstæðisflokkinn, þá segja þeir sem styðja hann í stað þess að verja hann og koma með eitthvað gott sem hann hefur gert, þá rakka menn niður Samfylkinguna og VG og segjast hata hana og vilja þessa stjórn norður og niður.

Eins og þessi Teitur sagði og tók sem dæmi, að ef maður segði að ein bíltegund væri léleg, þá kæmi maður ekki með þá mótrök að einhver önnur bíltegund væri enn lélegri. Það er allavega léleg afsökun.

Ef menn ætla að tala og rökræða Pólitík, þá verða menn að geta varið sinn flokk en ekki rakka alla aðra niður.

Í þessu spjalli mínu er þó á engu sagt að Samfylking og VG séu það besta fyrir okkur núna, heldur er ég að tala um Sjálfstæðiflokkinn í þessum pistli og það hvað menn eru fljótir að gleyma.

Nú styttist í kosningar eða í síðasta lagi vorið 2013. Það er von mín að þar verði sem flest framboð í boði svo menn hafi nóg um að velja. Um þá mögulega framboð sem gætu orðið talaði ég um í öðru pistli um Pólitík. Sjá mínar greinar á www.hordurj.blog.is

kv. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband