30.12.2011 | 23:13
Pólitík um áramót.
Sælir bloggarar.
Fyrst vil ég óska öllum bloggurum gleðilegt nýtt ár og farsælt komandi ár í bloggheimum. Vonandi verður næsta ár gott ár handa okkur bloggurum.
Í pistli mínum í kvöld ætla ég að ræða svolítið um pólitík sem tröllríður öllu núna vegna ráðherra kapalsins.
Ég hef talið mig til jafnaðarmanns nokkur undanfarin ár og er enn sama sinnis en að vera hægri sinnaður eða mjög til vinstri.
Ég hef fylgst með pólitíkinni um nokkurt skeið og skil ekki alveg þessa miklu reiði sumra í garð Samfylkingarinnar, vegna þess að það voru ekki þeir sem hófu bankahrunið, en svo eftir það skeði má alltaf deila um það hvað sé hægt að gera til að koma til móst við almenning í landinu. Þar koma margir áhrifahópar fram sem vilja sinn hlut bestan eins t.d. fjármálaveldið (bankaveldið) og er kannski erfitt að fara bil beggja.
Aðeins til upprifjunar fyrir þá sérstaklega sem eru á móti Samfylkingunni, þá var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að stjórna Íslandi í 18 ár samfellt og það var hann ásamt Framsóknarflokki sem einkavæddi bankana á sínum tíma og í framhaldinu fylgdi mjög einfaldar reglur í viðskiptalífinu sem var á þá leið að öllum boðum og bönnum var eitthvað sem ekki var cool á þeim tíma og þess vegna fengu allir þessir útrásarmenn að leika lausum hala.
Mín spurning til ykkar er t.d. þessi: Mundi Sjálfstæðisflokkurinn styðja betur við bakið á almenningi t.d. í skuldamálum heimilanna heldur en þessi stjórn er að gera, þó sumir halda að þeir séu ekki að gera neitt?
Ég er ekki svo viss um það. Ég hef alltaf haldið að Sjálfstæðisflokkurinn stæði með fjármálakerfinu og ríka fólkinu í landinu svo ég held að staðan í landsmálunum hér hefði ekki verið betra ef þeir hefðu verið við völd. Þó má geta þess að sumt sem þeir eru með hljómar vel eins og t.d. að auka fjárfestingar hér á landi og að tala um að auka atvinnu hérna, svo er annað mál hvort þeim mundi takast það.
Þar með er ég ekki að segja að núverandi stjórn Samfylkingarinnar og VG hefði ekki geta gert betur. Að sjálfsögðu er margt sem má gera betur og eins tel ég núna að það þurfi sérstaklega hjá jafnaðarmönnum að fá nýtt fólk til starfa og til að endurnýja flokkinn.
Það sem ég sé við reiði sumra við Samfylkinguna er það að fólk bjóst við svo miklu af þeim, en flestir vissu hvað VG stæðu fyrir svo það kom fólki ekki eins á óvart með þeirra stefnumál.
Eins var það líka þannig að fyrir hrun og fyrstu mánuðum árið 2009 var Jóhanna Sigurðardóttir vinsælust af ráðherrunum það var kannski það sem réði því að Ingibjörg Sólrún fv. formaður fékk Jóhönnu til að gegna formennsku í Samfylkingunni og fólk bjóst við svo miklu af henni þar sem hún studdi litla manninn hér áður fyrr og kannski er það ástæðan fyrir því núna að fólk (sumt) hatar hana af því að þeim finnst hún hafa brugðist þeim eftir hrun.
Þó verða allir sem hugsa um pólitík og hverjir stjórna landinu að sjá fyrir sig hverjir gætu tekið þetta starf að sér, áður en það rakkar niður núverandi stjórn.
Margt er hægt að pæla fram og aftur um pólitík nú um áramótin þar sem miklar hræringar eru að eiga sér stað og á eftir líklega eiga sér stað.
Læt þessar pælingum lokið og óska öllum aftur gleðilegt nýtt ár.
kv. Hörður.
Fundahöld um allt hótelið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.