Leita í fréttum mbl.is

Eru menn búnir að gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 17 ár?

Sælir bloggarar.

Ég varð að skrifa hérna nokkrar línur, vegna fréttar í kvöld um könnun sem sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefðir mælst með um 50% atkvæða, ef taldir eru bara þeir sem tóku afstöðu í könnuninni. Tekið skal fram að það voru margir óákveðnir að mig minnir yfir 40%.

Ég segi nú bara það að guð hjálpa okkur ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda og það kannski með nærri 50% atkvæða.

Eins og titillinn segir þá vil ég minna menn á að vera ekki svo gleymskir að muna ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í um 17 ár eða frá 1991 til 2008.

Til að hressa upp á minnið þá eru hérna nokkur atriði fyrir ykkur að muna:

Í fyrsta lagi var það Sjálfstæðisfl. sem sá um að einkavæða bankana þ.e. Landsbankann og Búnaðarbankann.

Í öðru lagi var það Sjálfstæðisfl. og Davíð Oddson sem lagði niður Þjóðhagsstofnun, vegna þess að hún var ekki sammála þeim með hagstærðir og efnahagsmál. Einnig var Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlitið og sjálfur Seðlabanki Íslands mjög veikir á þessum tíma.

Í þriðja lagi var það Sjálfstæðisfl. sem lagði niður hátekjuskattinn og lækkaði fjármagnstekjuskattinn niður í 10%. Einnig lækkaði hann tekjuskatt fyrirtækja niður í 15%.

Í fjórða lagi sá Sjálfstæðisfl. til að einfalda allar viðskiptareglur og öll boð og bönn voru af hinu ílla, þannig að útrásarvíkingarnir gátu gert hvað sem þeir vildu og urðu ríkari og ríkari en allur almenningur varð fátækari, þó svo fólk tók ekki eftir því vegna þess að flestir voru hnepptir í skuldir upp fyrir höfuð, sem hrundi svo yfir fólk í bankahruninu.

Margt fleira væri hægt að tiltæka sem Sjálfstæðisfl. kom nærri á 17 ára valdaferli sínu og bara þess vegna vona ég að þeir komist ekki til valda aftur.

Vonandi fáum við nýja flokka og nýtt fólk sem við getum kosið í næstu kosningum.

kv. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband