Leita í fréttum mbl.is

Makalausar samsæriskenningar gegn Þóru. Íslendingar að missa sig?

Sælir bloggarar.

Ég er stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttir í slagnum um að verða næsti forseti Íslands.

Nú háttar svo til að sumir Íslendingar eru komnir fram með þær rakalausar samsæriskenningar að Þóra sé á vegum Samfylkingarinnar og fari ef hún verði forseti í barneignarfrí og á meðan stjórni Jóhanna Sigurðardóttir (ekki bara að hún sé forsætisráðherra, heldur að hún verði líka með handhafavaldið sem forseti íslands), öllu.

Ekki bara það að hún stjóri öllu, þá halda þessir vitlausu Íslendingar að hún munu koma ESB málinu í gegn og það án þjóðaratkv. greiðslu um málið.

Um ESB málið er það að segja að það verður langt frá því að klárast þegar kosið verður um nýtt þing á næsta ári.

Þóru hefur neyðst til að leiðrétta þennan rakalausa samsæriskenningar og sagt að hún sé ekki á vegum Samfylkingarinnar og fari ekki í barneignarfrí, ef hún yrði kosin forseti. Hún er í barneignarfríi núna og nýtur tíman til að heimsækja fólk og vinnustaði út um allt land.

Ég vildi koma þessu áleiðis með mínum bloggskrifum, þar sem mér blöskrar þessi arfa vitlausu og rakalausu samsæriskenningu sem er verið að reyna að klína á hana.

Andstæðingar hennar finna bara ekkert misjafn um hana, þar sem hún góð og hreinskiptin manneskja og vill sjá framtíðina sem björtust fyrir okkur Íslendinga.

Vona ég svo að þessi samsæriskenningar fari að linna, enda falla þær um sjálft sig.

kv. Hörður.


Bloggfærslur 18. júní 2012

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1067

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband