Leita í fréttum mbl.is

Kolgalið að hafa nýja spítalann við Hringbraut.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt á Visir.is Það var viðtal við lækni þarna að það sé kolgalið að hafa nýja spítalann þarna við Hringbraut. Það er vegna ýmissa atriða eins og of þröngar akbrautar og í nálægðar framtíðar verði Hringbraut bara í úthverfi.

Þetta er alveg eins og ég hef alltaf haldið fram að staðsetningin þarna er arfa vitlaus. Menn voru með það fyrir augum að hafa sjúkrahúsið nálægt Háskóla Íslands, þar sem þetta sé kallað Háskólasjúkrahús.

Ég gef lítið fyrir þau sjónarmið. Besta staðsetningin var alltaf upp í Fossvogi þar sem Borgarspítalinn er. Þar hefur verið nægt pláss fyrir nýtt sjúkrahús, allavega fram að þessu. Að vísu hefur verið byggt nokkuð mikið af blokkum þarna í nágrenninu sl. 10 ár eða svo, en engu að síður tel ég mikið pláss eftir til að byggja við gamla spítalann. Þarna er líka sú hugmynd að byggja upp í loftið, en ekki dreifa húsnæðinu um stórt svæði eins hugmyndin er á Hringbraut. Það hlýtur að vera vænlegri kostur t.d. ef flytja þarf sjúklinga á milli eininga sjúkrahússins að þurfa ekki að eyða miklum tíma í flutningi ef hægt er að gera það með því að fara bara upp og niður í lyftu.

Þarna í Fossvogi sæi ég mér að væri hægt að byggja t.d. 30 hæða hús fyrir sjúkrahús framtíðar og kannski jafnvel 2 svoleiðis hús hlið við hlið. Þetta mundi ég telja vera mjög hagkvæmt og þarna væri komið líka flott kennileiti fyrir Reykjavík sem sæist mjög víða.

En eins og núverandi hugmyndir við Hringbraut að dreifa þessum byggingum um stórt svæði er alveg fráleitt.

kv. Hörður.


Borgarbyggð getur ekki borgað lán til Orkuveitunnar.

Sælir bloggarar.

Var að lesa frétt um það að á Rúv.is að Borgarbyggð geti ekki borgað lán sem samþykkt var af eigendum Orkuveitur Reykjavíkur, þeir eru Rvík, Akranes og Borgarbyggð.

Málavexti eru þau að fyrir 1 ári var samþykkt að lána OR pening vegna þess að OR skuldaði svo mikið og vantaði pening.

2 eigendur þ.e.a.s Rvík og Akranes reiddu fram sinn part af láninu, en Borgarbyggð gat það ekki. Svo hefur liðið 1 ár og enn hafa þeir ekki greitt sinn hlut af láninu.

Nú hefur Borgarbyggð komið með þá hugmynd að hinir eigendurnir láni þeim þessar 75 millj. (aðallega Rvík.) svo þeir geti staðið við sinn hlut.

Þetta finnst mér alveg fáránlegt og eins finnst Reykjavíkurborg líka og hafa reifað þá hugmynd að kaupa út hlut Borgarbyggð sem mér finnst mjög svo skynsamlegt og finnst mér að sjálfsögðu að Reykjavík ætti 100 % í OR, en ekki aðrar Sveitarfélög. Jú finnst bara að OR sé fyrirtæki í eigu Rvík. Svo er bara annað mál að Rvík getur gert samstarfssamninga við önnur Sveitarfélög.

kv. Hörður.


Meira um Pólitík eftir áramót.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt eða hugleiðingar um flokkakerfið á Íslandi. Það var líka í fréttum í kvöld á báðum sjónvarpsstöðvunum hvað flokkar eða nýjir flokkar væru að huga að bjóða fram í næstu alþingiskosningum.

Þetta gæti orðið mjög áhugasamt ef hinir nýju flokkar mundi ná inn mönnum á alþingi. Til þess þurfa þau samkvæmt núverandi reglum um 5% atkvæða.

Leikum okkur aðeins með tölum og segjum sem svo að 3 af þessum 5 nýjum flokkum nái inn mönnum þ.e.a.s. Guðmundur Steingrímsson (nafnlaus flokkur ennþá), flokkur Lilju Mósesdóttir og (Hreyfingin með Borgaraflokknum og Frjálslyndum), held að hinir 2 flokkar til hægri nái ekki inn manni.

Gæti þetta verið t.d. mín ágiskun eins og staðan er núna? Kannski?

D = Sjálfstæðisfl. með 21 mann.

S = Samfylkingin með 14 menn.

B = Framsókn með 7 menn.

VG = Vinstri Græn með 6 menn.

Flokkur Guðm. Steinsgr. með 6 menn.

Flokkur Lilja Mósesdóttir með 6 menn.

Hreyfingin með 3 menn. eða samtals 63 þingmenn.

Hverjir gætu þá farið í stjórn og hverjir fara saman? Tek fram að þetta er gert í ganni hjá mér að stilla þessu svona upp að 7 flokkar nái inn mönnum. það hefur ekki skeð áður hér á landi og þess vegna gæti stjórnarmyndun reynst erfið.

Í þessum tölum sjáum við að D + B ná ekki meirihluta eru með 28 menn en þurfa 32.

T.d. vinstri stjórn væri kannski S + VG + GS + Hreyf. = 29 menn en ekki nóg í meirihluta. (þessir flokkar styðja ESB og sá hluti af VG sem yrði eftir þarna væri kannski hlutlaus)

Þá er spurningin hvað mundi flokkur Lilju M. gera? Hún er á móti ESB aðeild og gæti t.d. náð saman með D + B + Lilja M. = 34 sem væri meirihluti. Þá hefur maður líka heyrt að þessir flokkar mundu kannski frekar ná saman um skjaldborg um heimilin, eða allavega að vera með einhverjar tillögur til úrbóta. Mér sýnist í þessum tölum mínum sem er gert í ganni að flokkur Lilju M. gæti haft úrslitaáhrif á það hverjir fari í stjórn.

Þá væri komin einhverskonar blanda af hægri og vinstri stjórn. Ef tölur á einstökum flokkum mundi hnika til smávegis, gæti þetta gerbreyst, en líklega er nú of snemmt að spá í þetta, betra væri að bíða eftir fyrstu skoðanakönnun, þar sem öll nýju öflin kæmu fram. en engu að síðu var þetta forvitnilegt að pæla í.

Sjálfur mundi ég vilja hafa flokka sem styðja áframhaldandi aðeildarumsókn að ESB sterkari, en reyndi að vera hlutlaus og raunsær í mínum útreikningi.

kv. Hörður.


mbl.is Staða Samfylkingar í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2012

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband