Leita í fréttum mbl.is

Gott mál hjá Iðnaðarráðherra.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt.

Gott mál hjá Iðnaðarráðherra að fara af stað og reyna að semja við Huang um fjárfestingu í ferðaþjónustu.

Eftir að Ögmundur hafnaði landkaupunum á Grímstöðum á Fjöllum, þá eru margir aðrir kostir í stöðunni t.d. að leigja honum landið til 50-99 ára. Eins gæti verið gott ef hann hefur áhuga að reisa Hótel annarstaðar t.d. á Húsavík, Akureyri eða annarstaðar á norðaustur horni landsins. Gott væri líka ef hann vildi fjárfesta á Suðurnesjum þar sem er mikið atvinnuleysi.

Bíðum og sjáum hvað setur.

kv. Hörður.


mbl.is Stjórnvöld í viðræðum við Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla að klóna mammút.

Sælir bloggarar.

Tók eftir þessarri frétt. Mjög athyglisverð frétt. 

Japanskir og rússneskir vísindamenn telja að hægt sé að klóna mammúta, en afar vel varðveittur beinmergur mammúts fannst fyrir skömmu.

Beinmergurinn var í mjaðmarbeini mammúts, sem fannst í freðmýrum Síberíu. Teymi vísindamanna frá Sakha Republic-mammútasafninu og Kinki-háskóla í Japan munu hefjast handa við rannsókn á næsta ári þar sem reynt verður að endurskapa þetta risavaxna dýr sem dó út fyrir um 10.000 árum.

Það verður gert með því að nota frumur úr beinmergnum og egg fíls. Fóstrinu verður síðan komið fyrir í legi fíls, en mammúturinn er náfrændi fílsins.

Vonandi verður þá hægt að skapa nýjan mammút.

kv. Hörður.


mbl.is Ætla að klóna mammút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi að sjá hvernig framboðinu vegnar.

Sælir bloggarar.

Jæja nú er Guðmundur Steingrímsson að leggja af stað með nýja framboðið sitt. Það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar.

Þeir segjast vera tilbúnir ef til kosningar kemur þó það verði fyrr en árið 2013. Gaman verður að vita hvað framboðið heitir en hann ætlar að efna til nafnasamkeppni. Hann hefur safnar saman fleiri aðilum að þessu framboði t.d. ætlar Besti flokkurinn að verða með og vonandi verða fleiri. Rödd fólksins í landinu væri vel til komið í þessum flokki. Svo vantar skoðanakannanir þegar nafn er komið á flokkinn til að vita hve vinsæll hann er.

kv. Hörður.


mbl.is Gríðarlegur áhugi á framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2011

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband