Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjármál

Álfheiður Ingadóttir sér fyrir sig að það væri hægt að sameina Lífeyrissjóðina í einn sjóð.

Sælir bloggarar.

Var að lesa það á Rúv.is að Álfheiðru Ingadóttir sjái fyrir sig að það væri hægt að sameina alla Lífeyrissjóðina í einn sjóð.

Þetta er eimmitt það sem ég hef verið að halda fram, nema að ég taldi að ríkið ætti að sjá um þá.

Var með grein um Lífeyrissjóðina í síðustu bloggfærslu minni.

kv. Hörður.


Tillaga um að Ríkið yfirtaki alla Lífeyrissjóði í landinu.

Sælir bloggarar.

Nú er komin út úttektarskýrsla um Lífeyrissjóðina í landinu og þar kemur fram að þeir hafi tapað miklu og verið óvarkornir í fjármálum, svo vægt sé til orða tekið.

Mín tillaga er sú að Ríkið yfirtaki alla Lífeyrissjóði í landinu og setji þá í einn sjóð sem maður t.d. kallað C - Deild. Við höfum A og B deild hjá þeim sem vinna hjá ríkinu.

Þar með yrðu allir með sömu réttindin og ekki þyrfti að skerða árlega um 10-15% hjá okkur sem borga í almenna sjóðina. Þarna kæmi til ríkisábyrgð eins og er með LSR (Lífeyrissjóð Starfsmanna Ríkisins).

Þetta tel ég að sé besta lausnin, vegna þess að við almennir borgarar Íslands eigum þessa Lífeyrissjóði en ekki einhverjir smá Kóngar hjá Verkalýðsfélögunum og Samtökum Vinnuveitanda. Við eigum Lífeyrissjóðina og eigum alveg eins mikinn rétt á að verja okkar Lífeyrir eins og starfsmenn ríkisins, ekki satt.

Það yrði sett sérstök stjórn yfir þessum nýja C - Deild og síðan yrðu strangar reglur um að ríkið eða ríkisstjórn á hverjum tíma, gæti ekki tekið út pening að eigin geðþótta. Þó gæti ríkið kannski tekið lán hjá þessum sjóði, en það yrði að vera sérstakar reglur og hámark sem ríkið gæti fengið að láni.

Við myndum spara peninga á því að fækka stjórnum þessarra Lífeyrissjóða og láta stjórn þess frá Verkalýðsfélögum og Atvinnurekenda til ríkisins. Síðan væri það lögfræðinga að útfæra þessar reglur. Að sjálfsögðu þyrfti að setja lög þar sem ríkið yfirtæki alla sjóðina.

kv. Hörður.


mbl.is Ekki tilefni til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn virðast ekki skilja einfaldar útskýringar.

Sælir bloggarar.

Ég las þessa frétt fyrr í kvöld og hef verið að skrifa athugasemdir hjá öðrum bloggurum og hjálpað til við að útskýra þetta fyrir öðrum.

Einhverja hluta vegna virðist ekki vera hægt hjá sumum að skilja einfaldar útskýringar á hlutum eins og þessum.

Bara örstutt:

Ríkið kaupir ekki tryggingar til að tryggja búslóðir og fleira þegar starfsmenn á vegum ríkisins þarf að vinna erlendis eins og þessu tilfelli. Og ef það verða skemmdir þá borgar ríkið bara skemmdirnar (að sjálfsögðu gerist það afar sjaldan). Það er miklu ódýrara að tryggja ekki fyrir ríkið, heldur en að vera með tryggingar á öllu mögulegu. Líklega græðir ríkið mörg hundruð milljónir á þessu, svo við sem erum ríkið græðum bara á þessu.

kv. Hörður.


mbl.is Vont að sitja undir dylgjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESA stefnir Íslandi vegna Icesave.

Sælir bloggarar.

Jæja nú er komið á daginn að ESA ætlar að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir dóm vegna Icesave-deilunnar.

Ég hafði verið á móti Icesave 1 og 2 samningum en sá síðasti nr. 3 fannst mér vera sá skásti sem við gætum sætt okkur við. Ástæðan er sú að nú er komið mikil óvissa um að við gætum kannski tapað þessu máli fyrir dómi og þá þyrftum við að borga miklu hærri vexti en samningur 3 gerði ráð fyrir.

Núna verðum við að krossleggja fingur og vona hið besta en vera þess viðbúinn því versta.

kv. Hörður.


mbl.is ESA stefnir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logsins, logsins, er endurskoðun AGS komin!

Sælir bloggarar.

Jæja þá er logsins komið að því að AGS endurskoði Ísland. Þá losnar um lánin sem við eigum að fá bæði frá AGS og Norðurlöndunum og þá ætti Seðlabankinn að vera ánægður því þessi lán stækka varasjóðinn. Þá verður hægt að losa um Gjaldeyrishöftin og vonandi fer svo krónan að styrkjast í framhaldinu. Svo vona ég að eftir nokkur ár losni maður alveg við þessa veiku krónu og fái Evru. Það væri gott fyrir okkur.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Erlendir bankar með áhuga á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband