Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Enski boltinn

Frábært mark hjá Zlatan!

Sælir Bloggarar.

Það er rétt hjá Aresene Wenger knattspyrnustjóra Arsenal að það þurfi framúrskarandi íþróttamenn (fótboltamenn) til að geta skora mörk á borð við hið ótrúlega mark sem Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði gegn Englandi sl. Miðvikudag.

Svona mark kemur aðeins á nokkra ára fresti og jafnvel aðeins á 10 ára fresti. Þetta var ótrulegt mark.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Wenger: Mark Zlatans ekki fyrir meðalmanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2 sýnir bara leikir Man. U. og Liverpool í deildarbikarkeppninni á Englandi.

Sælir bloggarar.

Ég tel mig vera nokkuð góðann áhugamann um Enska boltann og í kvöld átti deildarbikarkeppnin að byrja í Englandi.

Ég settist því fyrir framan sjónvarpið í kvöld til að horfa á mitt lið Arsenal keppa við lið í neðri deild. En hvað gerist, það er bara sýnt frá 1 leik í kvöld en það er Leeds og Man. U., Þó svo Stöð 2 eigi margar sportrásir. t.d. frá sport 3 til 6 sem aukastöðvar til að nota, þegar margir leikir eru sýndir í einu.

En nei, þeir notuðu bara sport 1 til að sýna einn leik. Þarna voru í kvöld fleiri leikir ekki bara Arsenal sem ég missti af t.d. var Stoke og Tottenham að leika og fleiri. Ég hef borgað áskriftina dýrum dómum þennan mánuð, bæði Enska boltann og líka sport 1 sem sýnir aðrar íþróttir t.d. Spænska boltann og Meistaradeildina en samtals fyrir þessa báða rásir borgar maður cirka 9.000 - 10.000 kr. eftir því hvaða afslætti maður fær. Þessu mótmæli ég að maður fái ekki að sjá fleiri leiki. t.d. á morgun er á dagskrá Brighton og Liverpool, en engir aðrir leikir. Þá á t.d. að leika Chelsea og Man. City í deildarbikarkeppninni (ekki þó saman, heldur við önnur lið) og ekkert á að sýna frá þessum leikjum. Þetta er mjög óréttlátt, þar sem ekki eru allir aðdáendur Man. U. og Liverpool, þó þeir séu stærstu klúbbarnir.

kv. Hörður.


Nú er um að gera að herða upp hugann Arsenal.

Sælir Bloggarar.

Þetta var agalega sárt tap í dag gegn Bolton. Það er allavega fyrir okkur Arsenal menn.

En nú er bara að herða upp hugann Arsenal og vinn síðustu leiki og sérstaklega gegn Man U.

Nú þarf Wenger virkilega að fara að huga að því að ná í nýja leikmenn t.d. nýjan markmann og láta Alemunia fara. Einnig þarf að bæta við varnarmann. Einnig þarf að fá nýjan framherja og láta Chamak og Bendtner fara frá sér.

Wenger þarf að fara að opna budduna í sumar til geta fengið einhverja titla á næstu leiktíð.

kv. Hörður.


mbl.is Wenger: Möguleikarnir nánast úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt hjá Arsenal.

Sælir Bloggarar.

Þetta er glæsilegt hjá Arsenal að vera kominn á toppinn og það án þess að vera með Henri.

En eins og Wenger segir þá er mikill vilji og kraftur hjá þeim og þeir virðast þjappa sér saman eftir að hafa misst Henri.

Ég hlakka til að fylgjast með þeim í vetur.

Eins verður gaman að fylgjast með West Ham.

Þeir eru að gera góða hluti, þó hluti að liði þeirra sé meiddur.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Wenger: Mikill vilji og kraftur hjá mínum mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal á mikilli siglingu og AC Milan meistari meistaranna.

Sælir Bloggarar.

Bara stutt hjá mér, en það var mjög ánægjulegt að Arsenal skyldi sigra Porsmouth 3-1.

Sérstaklega var Fabreakas góður þar sem hann skoraði annað markið.

Þetta virðist ganga upp hjá Wenger að hafa ungt lið.

Þó sakna ég ennþá Henri.

Annað sem vakti athygli mína var að AC Milan varð um helgina meistari meistaranna, þar sem mættust Sevilla og AC Milan sem unnu evrópukeppnina sl. vetur. (Meistardeildina og UFEA bikarkeppnina).

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


Arsenal á Sigurbraut.

Sælir Bloggarar.

Jæja þá er Enski boltinn kominn vel af stað.

Mínir menn frá Arsenal fara vel af stað og unnu í dag.

Þeir eru nú komnir með 7 stig og hafa ekki tapað leik.

Samt verð ég nú að segja að ég sakna Henry.

Vonandi standa ungu mennirnir sig hjá þeim, en það er stefna hjá Wenger að nota mest unga menn.

Annars eru það Liverpool sem er besta liðið í dag og var t.d. Fernandos Torres í frábæru formi hjá þeim í dag.

Það hefði verið gaman ef Arsenal hefði krækt í hann!

Mín spá fyrir veturinn er sú núna að Liverpool vinni deildina, en vonandi verður svo Arsenal í 2 eða 3 sæti.

Það sem hefur komið á óvart er það að Man U. er í 19 sæti.

Þeir verða eiginlega að vinna Tottenham á morgun.

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


Leikurinn í dag var hörmulegur.

Ég ætla aðeins að minnast á leik okkar gegn Liechtenstein.

Ég var að vísu í vinnunni að afgreiða hjá Olís í Mjódd, en sá þó leikinn með öðru auganu, þar sem sjónvarpskjár er þar.

Til að gera langa sögu stutta, þá var leikur Íslands mjög tilþrifalítill og hörmulegur.

Við áttum að vinna, því okkur sárvantaði 3 stig til að laga okkar stöðu í riðlinu.

Við höfum núna tapað að mig minnir 4 leiki í röð og eitt jafntefli, sem er óásættanlegt.

Ég man þá tíð þegar Guðjón Þórðarson var landsliðsþjálfari að staða okkar var allt önnur og betri.

Þá er spurningin, hvað er hægt að gera?

Veit ekki, en það hlýtur að fara að hitna undir Eyjólfi núverandi þjálfara.

Kannski væri best að finna annan, sem gæti hrist upp í þessu.

Ég var einnig að lesa um Leikinn Danmörk og Svíþjóð.

Þetta hefur verið alveg makalaus leikur og á eftir að reynast Danmörku þungur í skaut.

Þeir munu örrugglega fá þunga sekt og kannski heimaleikabann.

Læt þetta nægja um fótboltann í bili.

Kveðja, Hörður.


Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband