Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Vill skipta húsinu sínu fyrir bújörð.

Sælir bloggarar.

Var að lesa frétt á Visir.is þess efnis að maður einn hér í bænum vildi skipta einbýlishúsi sínu í góða bújörð út á landi og vildi fá með kindur og kýr. Sagðist vera orðinn leiður á hraðanum hérna í bænum. Þetta er allt saman góðra gjalda vert,en kann maðurinn eitthvað til búverka? Það er ekki einfalt að gerast allt í einu bóndi. Bæði er að bændur hafa nú ekki verið hátt skrifaðir í launum og svo er oftast mikil og erfið vinna samfara búrekstri. Þú þarft líka töluvert að tækum og tólum til að gera þér lífið léttara. Þó að ég hafi nú ekki verið mikið í sveit, þá var pabbi nú bóndi og þetta var oftast mikið púl að vera bóndi.

Þessi maður segir að þetta sé gamall draumur sem hann ætli að láta rætast og óska ég honum til hamingju með það og vonandi veit hann hvað hann er að gera.

Kveðja, Hörður.


Gott að vita þetta!

Sælir bloggarar.

Rakst á þessa frétt að Íslendingar væru með hamingjusömustu þjóum heims. Þetta eru frábærar fréttir svona í miðri kreppunni. Enda er ég viss um að við náum okkur upp úr henni fyrr en seinna.

Kv. Hörður.


mbl.is Hamingjusamir í 66,4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landinn tók vel á móti Jóhönnu.

Hæ aftur, já landinn tók svo sannarlega vel á móti Jóhönnu þegar hún kom heim. Því miður var ég að vinna í þessu góða veðri, þannig að ég gat ekki tekið á móti henni á Austurvelli. En ég sá fréttirnar seinna um kvöldið þegar ég kom heim. Það má segja að þetta séu fyrstu góðu fréttirnar síðan bankahrunið varð sl. haust. Og ekki skemmdi veðrið besta veðrið núna í vor og vonandi verður framhald af því (allavega á morgun ha. ha.) þar sem ég verð í fríi.

Kveðja, Hörður.


Innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Ástu.

Þar sem ég er einn af bloggurum hérna á mbl.is vil ég biðja fjölskyldu og ættingjum Ástu innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.

Þó að ég sé frekar nýr hérna á blogginu, þá hef ég heyrt að hún hafi verið mikil dugnaðarforkur hérna á blogginu.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítasunnudagur.

Sælir Bloggarar.

Hér sit ég fyrir framan tölvuna og er að lesa fréttir af mbl.is og bloggfréttir.

Samt sem áður var ekkert sem vakti athygli mína til að skrifa um.

Þó sá ég frétt um Ingibjörg Sólrúnu Utanríkisráðherra og verður viðtal við hana í Sunnudagablaði Moggans.

Ég segi bara þetta að hún á eftir að gera það gott sem Utanríkisráðherra.

Margir eru svo á faraldsfæti núna um Hvítasunnuhelgina, en ég verð nú heima enda fer ég að vinna á morgun á Hvítasunnudag.

Það er af sem áður var, þegar ekki mátti vinna þessa frídaga eins og Föstudaginn langa, Páskadag og Hvítasunnudag.

Nú eru þessir dagar og aðrir frídagar að láta undan sinni Heilagleika og finnst mér það miður að sumu leiti.

Alltaf gott að geta fengið auka frídag frá amstri dagsins.

Önnur frétt sem ég sá frá einum bloggaranum, var að henni þótti miður að Ágúst Ólafur skyldi ekki hafa fengið Ráðherra embætti vegna þess að hann væri karl.

Það er ekki vegna þess sem hann fékk ekki ráðherraembætti, þó svo að Ingibjörg Sólrún hafi skipt Ráðherraembættum jafnt á milli kynja.

Það þurfti að huga að fleiri þættum, eins og hverjir væru í forustusætum og eins landsbyggðarþingmenn.

Þar sem 3 þingmenn voru fyrir framan hann í Rvík. (eins og hann sjálfur orðaði það), þá var þetta orðið erfitt að velja hann, þó svo hann væri varaformaður Samfylkingarinnar.

Reyndar hefur Ingibjörg sjálf sagt að Ágúst bíði mikið starf innan þings og utan, þar sem hún sjálf verður meira fjarverandi sem ráðherra.

Læt þetta nægja í bili.

ps. ég byrjaði á að skrifa án þess að hafa eitthvað fyrir framan mig, en eftir því sem á leið þá hafði ég eitthvað til að skrifa.

Ef manni finnst manni hafa ekkert til að skrifa um, þá er bara að byrja og þá kemur manni eitthvað í hug.

Þetta voru svona smá hugleiðingar.

Kveðja,

Hörður.

 


Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband