Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Forsetinn undir feld. Hann hlýtur að hafna Icesave.

Sælir bloggarar.

Ég vil byrja á því að óska öllum bloggurum Gleðilegs Nýtt ár og þakka fyrir það gamla. Ég hef verið í smá fríi hérna í blogginu en er enn lifandi. ha.ha.

Ég hef fylgst með Icesave eins og aðrir og hef oft horft á Þingið að störfum.

Eitt fannst mér skrítið við atkvæðagreiðsluna en það var að Lilja Mósesdóttir og Ögmundur sögðu nei við Þjóðaratkv. greiðsluna en höfnuðu svo sjálfum lögunum um ríkisábyrgð. Það er ekkert samræmi í þessu.

En nú er málið komið til Forsetans og það er hans að hafna eða samþykkja. Ég skal viðurkenna að ég skrifaði mig á undirskriftalistans hjá InDefens til að skora á Forsetans að hafna lögunum.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað gerist ef Forsetinn hafnar Icesave.

1. Stjórnarflokkarnir gætu kallað saman þingið og eins og Davíð gerði með Fjölmiðlalögin að taka þau til baka og þá taka lögin frá því í Ágúst gildi. Þá væri gott hjá þeim í framhaldinu að skipa þingnefnd allra flokka til að fara til Bretlands og Hollands til að kynna afstöðu Íslands og koma skoðunum Íslendinga til skila og vita hvort þeir vilji ekki samþykkja lögin frá því í Ágúst með þeim fyrirvörum sem þar voru.

2. Að kalla saman þingið og taka lögin aftur og samþykkja þjóðaratkv.greiðslu sem allir flokkar væru sammála og sýna þannig Bretum og Hollendingum hug okkar, þar sem örrugglega er meirihluti þjóðarinnar fyrir að hafna lögunum.

3. Að láta þjóðaratkv.greiðsluna frá Forsetanum fara fram en óska eftir að stjórnarandstæðan komi að stjórn og samið verið um þjóðstjórn til a.m.k. eins árs, áður en kosningar fari fram. Þetta geri stjórnin vegna þess að þeir veri viss um að þjóðin hafni lögunum.

4. Að gera ekkert og láta þjóðaratkv.greiðsluna fara fram en þá verður stjórnin að fara frá ef þjóðin hafnar lögunum. Þetta er heldur ólíklegt að stjórnin geri.

Alla vega verður gaman að fylgjast með næstu daga.

Kveðja, Hörður.


Þolinmæði á þrotum á Icesave og lánaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sælir bloggarar.

Ég hef nú verið ansi þolinmóður í sumar og haust vegna Icesave og eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en nú er þessi þolinmæði mín á þrotum.

Nú tel ég að við eigum að standa í fæturna og láta ekki Breta og Hollendinga komast upp með að beita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem þrýstingi á að við samþykkjum Icesave eftir þeirra höfði. Við eigum að segja að ef þeir ekki samþykkja okkar tilboð, þá verði enginn samningur og eins að ef Alþj. gj.sjóðurinn fari ekki að afgreiða lánið til okkar innan eins til tveggja vikna, þá geti þeir tekið sitt hafurtask  og farið af landinu og við munum bjarga okkur án þeirra. Það er með öllu óþolandi að þeir skuli stjórna Seðlabanka okkar og stýrivextina. Til að atvinnulífið farið að starfa aftur, þarf að lækka stýrivexti sem allra fyrst.

Eins er stöðuleikasáttmálinn í uppnámi ef ekki verði vextirnir lækkaðir.

Ég segi þetta sem mína skoðun, þrátt fyrir að ég hef stutt Samfylkinguna og hvet ég hana til að standa núna fast í fæturna.

Kveðja Hörður.


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi hefur samþykkt að fara í aðildarviðræður við ESB.

Sælir bloggarar.

Það er gleðidagur í dag hjá þeim sem styðja Samfylkinguna.

Því í dag 16 Júlí 2009 hefur Alþingi samþykkt að fara í aðildarviðræður við ESB. Ég átti þess kost að fylgjast með atkvæðagreiðslunni í þinginu þar sem ég var í sumarleyfi. Ég tel þetta framfara spor og einnig að það verður að sjá hvað við fáum í þessum viðræðum, því ef við könnum það ekki munum við aldrei fá að vita hvað við getum fengið nema að sækja um. Þegar við svo fáum samningsdrögin, þá fáum við þjóðin að kjósa um þetta.

Já þetta er í reynd hátíðisdagur hjá mér, þó ég fari nú ekkert í gleðskap til að fagna þessu, verð líklega heima eða kannski fari í sund, þar sem bíllinn minn er á verkstæði.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband