Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

5 Vinsælustu myndirnar í heiminum.

Sælir Bloggarar.

Eins og ég lofaði í gær, þá kemur hér 5 vinsælustu myndirnar í heiminum það sem af er árinu 2007.

1. Pirates of the Caribbean 3. með 956.771.457 sem gerir 5 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma í Heiminum.

2. Harry Potter 5. með 896.609.000 sem gerir 9 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma í Heiminum.

3. Spiderman 3. með $885.430.000 sem gerir 11 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma.

4. Shrek 3. með $738.205.665 sem gerir 26 sæti allra tíma.

5. Transformers. með $673.987.922 sem gerir 29 sæti.

Þarna sést að vinsælustu myndirnar eru ekki þær sömu yfir allan heiminn eins og þær myndir í USA.

T.d er Pirates of the C.3. og Harry Potter 5 miklu vinsælli yfir heiminn, heldur en í USA.

Eins eru myndir miklu seinni að ná alheims vinsælum, heldur en í USA.
The Simpsons Movie og The Bourne Ultimatum eru svo að koma á siglingu upp
listann.

Meira seinna um listann, er að fylgjast með og skrái allar upplýsingar niður daglega.

Kveðja, Hörður.

 


5 Vinsælustu myndir í USA árið 2007.

Sælir Bloggarar.

Í dag ætla ég að sýna ykkur 5 vinsælustu myndirnar í USA það sem af er árinu 2007.

1. Spiderman 3. með $336.530.303 sem gerir 15 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma í USA.

2. Shrek 3. með $320.706.665 sem gerir 18 sæti allra tíma í USA.

3. Pirates of the Caribbean 3. með $307.771.457 sem gerir 23 sæti.

4. Transformers. með $306.487.922 sem gerir 24 sæti.

5. Harry Potter 5. með $283.309.000 sem gerir 32 sæti allra tíma í USA.

Þess má geta að þegar maður skoðar hvaða 5 vinsælustu myndir í heiminum árið 2007, þá eru ekki sömu myndir í fyrstu sætum.

Nýjar upplýsingar koma fram á mánudögum, þannig að ég mun koma með þær upplýsingar þá.

Ef maður skoðar þennan lista frá USA, þá kemur í ljós að bæði PC3 og HP5 eru ekki eins vinsælar í USA og á heimsvísu, þar sem þessar myndir hafa brillerað.

T.d kemur á óvart að Transformers er fyrir ofan Harry Potter, en á Heimsvísu er allt annað upp á teningnum, þar sem Harry Potter myndin er miklu vinsælli.

En allt um þetta á morgun.

Kveðja, Hörður.


Arsenal á Sigurbraut.

Sælir Bloggarar.

Jæja þá er Enski boltinn kominn vel af stað.

Mínir menn frá Arsenal fara vel af stað og unnu í dag.

Þeir eru nú komnir með 7 stig og hafa ekki tapað leik.

Samt verð ég nú að segja að ég sakna Henry.

Vonandi standa ungu mennirnir sig hjá þeim, en það er stefna hjá Wenger að nota mest unga menn.

Annars eru það Liverpool sem er besta liðið í dag og var t.d. Fernandos Torres í frábæru formi hjá þeim í dag.

Það hefði verið gaman ef Arsenal hefði krækt í hann!

Mín spá fyrir veturinn er sú núna að Liverpool vinni deildina, en vonandi verður svo Arsenal í 2 eða 3 sæti.

Það sem hefur komið á óvart er það að Man U. er í 19 sæti.

Þeir verða eiginlega að vinna Tottenham á morgun.

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


Þjónustan hjá Strætó er léleg!

Sælir Bloggarar!

Það er ekki ofsögum sagt að þjónustan hjá Strætó er léleg.
Í gær ætlaði ég að nota þjónustu þeirra (eins og svo oft áður).

Ég ætlaði að taka leið 24 frá Mjódd í Smáralindina og fara í bíó.
Ég fer í Mjóddina sem er ein af stærstu stoppistöðvum Strætó og kíki á tímatöfluna.
(Eins og ég hef áður skrifað, þá þarf liggur við háskólamenntun til að læra á þessar nýju töflur).

Mér sýnist í fljótu bragði að ég geti náð leið 24, 18 og 48 yfir heila tímann fyrir kl: 18:00 og 21 og 51 eftir það.
Ég fer svo heim og legg svo af stað til að ná 18:51.
Fer í biðskýli sem heitir Stekkjarbakki sem er næsta stöð við hliðina á mjódd.
Þá kemur annað í ljós. Þá átti leið 24 að fara 11 og 41 yfir heila tímann.
Ég botnaði ekkert í þessu svo ég labba niður í mjódd til að athuga þetta nánar.
Kemur þá í ljós að tímataflan í Mjódd var bara í aðra áttina eða niðri bæ en ekki var til tafla fyrir þá sem
ætluðu upp í Breiðholt eða í Kópavog eins og ég.
Þetta er furðulegt á eins stórri stöð og í Mjódd að hafa bara tímatöflu fyrir þá sem ætla niður í bæ.
Vonandi laga þeir þetta sem fyrst, þar sem þetta ruglar fólk í ríminu.

Nú áfram með ferðasöguna.
Ég tók leið 24 í Smáralindina (eftir nokkra bið í Mjódd).
Eftir bíóið fór ég í biðskýlið við Smáralindina til að fara til baka í Mjódd á leið minni heim.
Þegar í biðskýlið kom var þar engin tímatafla nema um leið 2.
Þetta var mjög bagalegt enda langt liðið á kvöldið.
Ég þurfti að bíða þarna í 30 mín. eftir leið 24 með engri tímatöflu til að fara eftir og ekki bætti úr skák,
þegar ég ætlaði að tala við Bílstjórann, þá gat hann bara talað Pólsku og skildi hvorki Íslensku eða Ensku.

Þetta er bara brot af því sem er að gerast hjá Strætó.
Eins er þetta með nýju tímatöflurnar sem þeir eru að setja upp, en þær eru ekki inni í biðskýlunum,
heldur fyrir utan þannig að í vetur í frosti og hríðarbili þá þurfa farþegar að vera fyrir utan biðskýlin til að geta
lesið á tímatöflurnar.
Þetta er enn ein afturförin, þar sem áður var hægt að skoða tímatöflurnar inni í Biðskýlinu.

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


Um málefni Strætó.

Í dag ætla ég að tala um Strætó.
(Reyndar gekk mér frekar ílla að skrifa, þar sem tölvan var að frjósa og varð að nota Notepad eða Word til að geta klárað að blogga og copera
svo inn á bloggsíðuna mína).

Þeir hafa núna ákveðið að hafa ókeypis í strætó fyrir framhaldskóla - og háskólanema, en hafa gleymt að skólakrakkar í Grunnskólum þurfa enn að borga.

Svo eru það allar þessar breytingar hjá þeim.
Í vor breyttu þeir leiðum og settu tímatöfluna á 30 mín. fresti.
Mér skilst að þetta hafi verið gert til að spara og einnig vegna sumarleifa.

Bílstjóri sem ég talaði við sagði þessar breytingar þær verstu sem hefðu verið gerðar.
t.d. keyrir leið 12 núna aðeins Seljabrautina, á leið sinni í efra Breiðholt og í Ártún.
Áður keyrði leið 12 í gegnum allt Seljahverfið, eins og leið 3 gerir.
En leið 3 keyrir einnig upp í efra Breiðholt sem ég skil alls ekki.
Leið 3 var leið sem var fyrir Seljahverfið og fór hringferð um hana og svo niður í mjódd og svo niður í bæ.
Þessar breytingar eru mér alveg hulin ráðgáta.

Núna eru s.s. ein leið í Seljahverfið en 4 leiðir sem fara í efra Breiðholt. (3, 4, 12 og 17)
Þó það sé gott, þá er þetta kannski einum of mikið.

Mín tillaga er sú að það gangi einn Breiðholtsvagn hring um Breiðholtið og Seljahverfið á 15 mín. fresti og fari niður í Mjódd og tengist þar 3, 4 og 17.

Leið 12 fara í gegnum Seljahverfið og áfram upp í efra Breiðholt og í Ártún.
Þó væri hægt að gera undanteikn. á morgnana þegar fólk er að fara í vinnu og leifa leiðum 3 og 4 að fara upp í Breiðholtshverfin.

Nú nýjustu breytingarnar sem núna á gera þann 19 Ágúst eru aðallega um tímatöflu breytingar.
En þær eru svo flóknar að það þarf að hafa nærri því 100 bls. bók til að læra og vorkenni ég strætóbílstjórum að þurfa að læra á þetta.
Sumar leiðir verða á 15. mín. fresti meðan aðrar verða á 30 mín. fresti.
Og svo eru Sunnudagar nánast lagðir af vegna þess að þá á að keyra aðeins á 60 mín. fresti.

Veit ekki ennþá hvort þetta verður til bóta eður ei. Á eftir að reyna á þetta.
Alla vega má laga leiðakerfi mikið til að það verði gott.

Læt þetta nægja í bili.
Á kannski eftir að skrifa meira um þetta síðar.
Kveðja, Hörður.


Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband