Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Mús truflaði flugsamgöngur í Stokkhólmi.

Sælir bloggarar.

Ég sé að talsverð umræða hefur verið um hvort Glerhjúpur Hörpunnar hafi sést vel eða ekki.

Nú kemur ný frétt sem ég sá á Rúv.is sem vakti athygli mína. Þar er sagt frá mús sem sást í farþegarými flugvélar sem átti að fara frá Stokkhólmi til Bandarríkjanna. Farþegar þurftu að fara frá borði og seinkaði flugi á meðan reynt var að ná í músina. Margar músagildrur voru settar en án árangurs, músin slapp. Var þá ekki allt í lagi að bjóða henni bara flug til Bandarríkjanna svo að ekki komi til seinkunnar á flugi? Ég bara spyr? Kannski eru einhverjir hræddir við mýs, veit ekki. Alla vega hrósar hún sigri og spurning hvar hún kemur næst fram. Kannski sést hún næst í flugvélum frá Icelandic þ.e.a.s. ef hún langar að koma til Íslands.

kv. Hörður.


Glerhjúpur Hörpu tendraður eða ekki?

Hæ, hæ bloggarar.

Jæja þá er maður búinn að fara niður í bæ á menningarnótt og sjá flugeldasýninguna og svo þessa svokölluðu ljósatendringu á Hörpu.

Eitthvað hlýtur að hafa misfarist, því ég sá sama og engin ljós bara smá blá ljós. Átti ekki að lýsa Hörpuna upp?? Ekki sá ég það og þó var ég hjá Seðlabankahúsinu og ætti að sjá vel.

En að því slepptu, þá var vel troðið af fólki. Örrugglega verður sett met, líklega yfir 100.000 manns gæti ég trúað.

Kv. Hörður


mbl.is Glerhjúpur Hörpu tendraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissaði á 12 ára stúlku í flugvél.

Sælir bloggarar.

Ég rakst á skrítna frétt á visir.is um 18 ára pilt sem var í unglingalandsliði USA í skíðaíþrótt. Hann átti að hafa drukkið 6 bjóra og líka fengið sér romm áður en hann steig upp í flugvélina og svo pissað á 12 ára stúlku þar.

Ég las þessa frétt a.m.k. 2 sinnum þar sem öll fréttin passar engan vegin og hún er óútskýrð fyrir almenning hvernig þetta átti sér stað. Ég gagnrýni svona fréttaflutning, þar sem við almenningur verur að geta í eyðurnar hvað hafi skéð. T.d. var ekki sagt hvernig þetta skéði. Það eina sem sagt var að faðir stúlkunnar hafi orðið vitni að þessu en hann sjálfur sagðist hafa lognast út af og sofnað. Endirinn á fréttinni var að hann var ekki kærður fyrir ósiðsamlega hegðun, svo ekki gat þetta verið alvarlegt.

Spurningar frá mér: nr. 1. Fór strákurinn á eftir stelpunni inn á salernið og pissaði á hana þar. Veit ekki, ekkert svar frá visir.is.

nr. 2. Girti strákurinn niður um sig í miðri flugvélinni og með fullt af fólki og pissaði á stelpuna þar? Veit ekki, ekkert svar um þetta frá visir.is.

nr. 3. ef strákurinn hefur lognast út af og sofnað, þá hefur hann líklega pissað á sig sjálfan, en ekki stelpuna, nema hún hafi setið við hlið hans og brugðið svo við að sjá hann hafa pissað á sig að þetta varð að stórfrétt. Veit ekki, ekkert svar frá visir.is.

Ég allavega klóra mér mikið í hausnum yfir þessari frétt sem ég næ ekki að skilja. Vonandi skyljið þið hana betur. Þetta er allavega gagnrýni frá mér til fjölmiðla.

kveðja Hörður.

 


Getur það verið að Íslendingar þurfi að hjálpa Grikkjum?

Sælir bloggarar.

Ég var að lesa þessa frétt og gat ekki annað en skrifað um þetta.

Er það virkilega satt að Íslendingar gætu þurft að veita Grikkjum fjárhagsaðstoð?

Ég man ekki annað en þegar Íslendingar lentu í bankahruninu 2008 og 2009 að engin Evrópuþjóð kom okkur til hjálpar fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði gefið grænt ljós að það væri í lagi að lána okkur pening. Undanskildir þessu voru þó Færeyingar sem settu engin skilyrði fyrir sínu láni.

Þettu eru líka engir smápeningar, en rúmlega 10 milljarðar sem við Noregur og Litenstein. Vona að Noregur taki sem mest af þessu, en ég held að við séum ekki aflögu færir að lána öðrum eins og er.

Vona bara að við sleppum vel frá þessu.

kv. Hörður.


mbl.is Íslendingar veita Grikkjum fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er Ögmundur við sama heygarðshornið að ekki sé til peningar í Samgöngubætur.

Sælir bloggarar.

Ég hef fyllst með Ögmundi og samgöngumálunum undanfarnar vikur og mánuði og nú varð ég að setjast niður og skrifa.

Þetta er að verða með ólíkindum að Ögmundur er að stoppa allar framkvæmdir í vegamálum, hvort sem þær eru á milli Reykjavík til Selfoss eða að grafa göng til Neskaupsstaðar. Alltaf sama sagan hjá honum allt stopp. Þó hefur fv. samgönguráðherra Kristján L Möller ekki verið sammála þessu og telur að það sé hægt að fara hraðar í framkvæmdir hjá Vegagerðinni.

T.d. tvöföldun vegarins frá Reykjavík til Selfoss, það var komið vel á veg þegar Kristján var samgönguráðherra, en þegar Ögmundur tók við þá er allt stopp. T.d kjarasamningarnir milli ASÍ og Vinnuveitendasambandsins kveða um að fara í róttækar framkvæmdir í vegamálum til að minnka atvinnuleysið og skapa tekjur.

Eins er það með Fangelsismálin, þar er hann enn og aftur að tefja fyrir að það sé hægt að byrja að byggja Fangelsi, enda bíða yfir 300 fangar eftir að komast inn.

kv. Hörður.


mbl.is Peningar fyrir göngum ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 785

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband