Leita í fréttum mbl.is

Um málefni Strætó.

Í dag ætla ég að tala um Strætó.
(Reyndar gekk mér frekar ílla að skrifa, þar sem tölvan var að frjósa og varð að nota Notepad eða Word til að geta klárað að blogga og copera
svo inn á bloggsíðuna mína).

Þeir hafa núna ákveðið að hafa ókeypis í strætó fyrir framhaldskóla - og háskólanema, en hafa gleymt að skólakrakkar í Grunnskólum þurfa enn að borga.

Svo eru það allar þessar breytingar hjá þeim.
Í vor breyttu þeir leiðum og settu tímatöfluna á 30 mín. fresti.
Mér skilst að þetta hafi verið gert til að spara og einnig vegna sumarleifa.

Bílstjóri sem ég talaði við sagði þessar breytingar þær verstu sem hefðu verið gerðar.
t.d. keyrir leið 12 núna aðeins Seljabrautina, á leið sinni í efra Breiðholt og í Ártún.
Áður keyrði leið 12 í gegnum allt Seljahverfið, eins og leið 3 gerir.
En leið 3 keyrir einnig upp í efra Breiðholt sem ég skil alls ekki.
Leið 3 var leið sem var fyrir Seljahverfið og fór hringferð um hana og svo niður í mjódd og svo niður í bæ.
Þessar breytingar eru mér alveg hulin ráðgáta.

Núna eru s.s. ein leið í Seljahverfið en 4 leiðir sem fara í efra Breiðholt. (3, 4, 12 og 17)
Þó það sé gott, þá er þetta kannski einum of mikið.

Mín tillaga er sú að það gangi einn Breiðholtsvagn hring um Breiðholtið og Seljahverfið á 15 mín. fresti og fari niður í Mjódd og tengist þar 3, 4 og 17.

Leið 12 fara í gegnum Seljahverfið og áfram upp í efra Breiðholt og í Ártún.
Þó væri hægt að gera undanteikn. á morgnana þegar fólk er að fara í vinnu og leifa leiðum 3 og 4 að fara upp í Breiðholtshverfin.

Nú nýjustu breytingarnar sem núna á gera þann 19 Ágúst eru aðallega um tímatöflu breytingar.
En þær eru svo flóknar að það þarf að hafa nærri því 100 bls. bók til að læra og vorkenni ég strætóbílstjórum að þurfa að læra á þetta.
Sumar leiðir verða á 15. mín. fresti meðan aðrar verða á 30 mín. fresti.
Og svo eru Sunnudagar nánast lagðir af vegna þess að þá á að keyra aðeins á 60 mín. fresti.

Veit ekki ennþá hvort þetta verður til bóta eður ei. Á eftir að reyna á þetta.
Alla vega má laga leiðakerfi mikið til að það verði gott.

Læt þetta nægja í bili.
Á kannski eftir að skrifa meira um þetta síðar.
Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ertu bíllaus karlinn ? en af hverju hættirðu á póstinum minn kæri ?

Skarfurinn, 22.8.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband