Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Glerhjúpur Hörpu tendraður eða ekki?

Hæ, hæ bloggarar.

Jæja þá er maður búinn að fara niður í bæ á menningarnótt og sjá flugeldasýninguna og svo þessa svokölluðu ljósatendringu á Hörpu.

Eitthvað hlýtur að hafa misfarist, því ég sá sama og engin ljós bara smá blá ljós. Átti ekki að lýsa Hörpuna upp?? Ekki sá ég það og þó var ég hjá Seðlabankahúsinu og ætti að sjá vel.

En að því slepptu, þá var vel troðið af fólki. Örrugglega verður sett met, líklega yfir 100.000 manns gæti ég trúað.

Kv. Hörður


mbl.is Glerhjúpur Hörpu tendraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagið "Hjóla jól" í bakarofninn!

Sælir bloggarar.

Það datt nærri því andlitið af mér, þegar ég las þess grein að til að bjarga gömlu jólalagi, væri besta ráðið að setja það inn í bakarofn og baka það í sólarhring. En viti menn, það heppnaðist og hægt var að bjarga laginu fræga.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Jólabakstur með Sniglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um toppinn.

Sælir bloggarar.

Oftast hef ég spjallað um stjórnmál og önnur dægurmál, en ég hef líka áhuga á kvikmyndum og ætla að deila þeim áhuga með ykkur.

Ég hef verið að fylgjast með topplistum bæði hjá USA og á heimsvísu og er búinn að gera það lengi. Sjálfur reyni ég að fara á helstu myndir en þó aðallega finnst mér skemmtilegast að fara á svokallaðar spennumyndir.

Ég er búinn að fara á núna í vor á X - Men, Startrek og í dag fór ég á Englar og Djöflar með Tom Hanks en ég sá líka The Da Vinci Code. Ég reyni að fara svona 1-3 sinnum í mánuði í bíó og þess á milli reyni ég að sjá nokkrar á video.

Nú það er gaman að fylgjast með topplistum hvað sé vinsælast hverju sinni og geri lista um það.

Ég er einmitt með hvaða myndir hafa skarað fram úr frá því í Des. 2008 og til dagsins í dag.

En fyrst er það helgarlistinn um það hvor myndin myndi sigra og það var spennandi að fylgjast með því, en Night at the Museum 2. sigraði Termination Salvation sem varð í 2 sæti.

Night at the Museum 2 fékk 53 milljon $ í aðsóknartölur um helgina en Termination fékk $43 million. Star Trek er svo í 3 sæti með $21 million og er núna sína 3 helgi og hefur hún halað inn samtals: 183 million.

Hérna kemur svo listinn minn frá því í Des 2008 til dagsins í dag í USA:

1. Monters vs. Aliens. með um $193 million alls og er kominn í 96 sæti hvað vinsældum allra tíma í USA.

2. Twilight. með um $191,4 million alls og 98 sæti.

3. Star Trek er strax kominn svona ofarlega með $183 million alls og 107 sæti.

4. Madagascar 2 með $180 million alls og í 117 sæti.

5. X - Men með $163 million alls og í 149 sæti.

Ég á von á því að Star Trek taki efsta sætið af Monters vs. Aliens mjög fljótlega eða ekki seinna en um næstu helgi.

Erfitt er þó að giska á hvaða mynd verður vinsælust árið 2009 í USA en Harry Potter myndin sem kemur í Júlí er líklegust og allavega verður hún vinsælust á heimsvísu, það er ég alveg vinn um.

Að lokun eru hér vinsælustu myndir á heimsvísu eins og staðan er nú, en uppfærsla á því er þó alltaf á mánudögum eða þriðjudögum.

1. Madagascar 2 með $594 million og er komin í 43 sæti allra tíma.

Þetta verður erfitt að bæta á þessu ári en ég held að bara Harry Potter geti það.

2. Slumdog Millionare með $360 million og í 126 sæti.

3. Twilight með $351 million og í 140 sæti.

4. Monters vs. Aliens. með $345 million og í 150 sæti.

5. Fast & Furious 4. með $344 million og í 152 sæti.

Þess má geta að þessar 2 myndir hafa háð mikla baráttu um það hver yrði vinsælli hérna í 4 og 5 sæti.

Myndir eins og X- Men og Star Trek eru ekki alveg komnar svona hátt á heimsvísu ennþá en munu gera það smá saman.

Sæl að sinni Hörður.


Glæsilegt hjá Jóhönnu Guðrúnu að ná 2 sæti.

Sælir bloggarar.

Þetta var aldeilis glæsilegt hjá Jóhönnu Guðrúnu að ná 2 sæti. Ég var að vísu að vinna í kvöld, en það var sjónvarp og fáir viðskiptavinir komu svo maður gat fyllst með Eúrovisjón með öðru auga. Vonandi verður þetta endurtekið svo maður geti notið laganna. Ég var sérstaklega hrifinn af Norska laginu eins og flestir aðrir, enda sigraði það, en að sjálfsögðu var Jóhanna best.

Kveðja, Hörður.


Stöð 2 komin í lag.

Sælir Bloggarar.

Fyrst vil ég þakka fyrir öll ráðin og athugasemdirnar sem ég fékk við síðasta blogg.

En núna hef ég tekið mína gleði aftur þar sem Stöð 2 og allar hinar stöðvarnar eru komnar í lag.

Annars er ég bíða eftir að Sýn 2 birtist á Digital Ísland Myndlyklinum.

Mér var lofað nokkrum rásum með þeim og gaman verður að sjá hvað úr verður.

Kveð að sinni.

Hörður.


mbl.is Truflanir yfirstaðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingar í Hafnarfirði.

Sælir Bloggarar.

Jæja nú eru Víkingarnir komnir aftur til að taka yfir Hafnarfjörð í nokkra daga.

Þetta er orðinn árlegur viðburður og skemmtileg viðbót í menninguna hérna í norður hjara veraldar.

Ég sá nokkur bardagaatriði í fréttunum í kvöld og sýndist það vera nokkuð áhrifamikið.

Eins var sýnt brúðkaup að fornra siða.

Hafnarfjörður er orðinn einn af þekktari bæjum á Norðurlöndum sem eru með svona sýningu árlega.

Hérna koma Víkingar hvaðan æva frá Norðurlöndunum og jafnvel víðar.

Vona að það verði sýnt meira frá þeim í fréttum, en fólk getur komið og horft á sýningu þeirra næstu daga.

Læt þetta nægja.

Kveðja, Hörður.


Bíóferð.

Sælir bloggarar.

Jæja ég er byrjaður í frí og ligg mest í leti núna þessa daga heima.

Dóttir mín (14 ára) heimsótti mig þó í dag eftir að hún sótti einkunnirnar sínar.

Sonur minn (að verða 18 ára) var eitthvað upptekinn með vini sínum í dag, en hann er kominn í sumarfrí eins og ég.

Nú við (ég og dóttir mín) ákvoðum að fara í Smáralindina að fá okkur að borða og eins ætlaði hún að versla svolítið.

Nú ég gat ekki annað skoðað fyrst ég var kominn þarna, háhýsið sem er verið að byggja á Smáratorgi (20 hæða skrifstofublokk) sem verður hæsta hús á Íslandi.

Ég hef mikinn áhuga á háhýsum og var að frétta það í fréttum Stöðvar 2 í dag að það væri byrjað að byggja fyrir framan Smáralindina þ.e. Dressman 15 hæða skrifstofubyggingu.

Það hefur komið fram að þeir eru stórhuga og áætlað er að byggja fleiri háhýsi þarna við Smáralindina og jafnvel enn hærri byggingu en háhýsið við Smáratorgið.

Nú við fórum og fengjum okkur að borða Pizzu á Pizzahött. (man ekki hvernig það er skrifað.)

Svo verslaði dóttir mín einhverjar buxur og eitthvað af snyrtidóti og svo fórum við í strætó heim aftur í mjóddina.

Nú svo löbbuðum við okkur í bíó í Mjóddinni og sáum Pirates of the Carribean 3.

Það er 3 tíma mynd og var mjög gaman að sjá hana.

Hún er góð, en kannski of mikið af senum út á hafi.

Mynd no. 2 var náttúrulega frábær og kannski var of mikið til ætlast að bæta um betur, en senurnar í þessari mynd voru samt mjög góðar.

Þarna sá maður Rolling Stones manninn (man ekki í svipinn hvað heitir) sem lék föður Jack Sparrow (Jonny Depp) og var það sett inn mjög sniðuðlega.

Bardagaatriðin á seglskipunum út á sjó var tilþrifamikið og ef ég á að gefa þessu einkunn, þá er mynd no. 1 með 8, mynd no. 2. með 9.5 og mynd 3. með 9.

Þessar myndir verða klassískar tel ég.

Þó munu þær ekki verða eins vinsælar og frægar og Lord of the Rings myndirnar sem fá hjá mér No 1. 9.5 og myndir 2 og 3 fá 10 í einkunn.

Reyndar er ég búinn að verða mér út um DVD myndirnar af þeim svo ég get horft á þær þegar ég vil.

Nú svo er það einnig að frétta af mér að ég er að fara með krakkana til Mallorcu á Mánudaginn og eru þau farin að hlakka til.

Líklega mun ég ekki getað bloggað neitt af ráði, þar sem ekki er nettenging í hótelherberginu.

Mun reyna að finna Netkaffi til að heyra fréttir hérna heima og kannski aðeins að blogga.

Kveðja, Hörður.


Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband