Leita í fréttum mbl.is

Þjónustan hjá Strætó er léleg!

Sælir Bloggarar!

Það er ekki ofsögum sagt að þjónustan hjá Strætó er léleg.
Í gær ætlaði ég að nota þjónustu þeirra (eins og svo oft áður).

Ég ætlaði að taka leið 24 frá Mjódd í Smáralindina og fara í bíó.
Ég fer í Mjóddina sem er ein af stærstu stoppistöðvum Strætó og kíki á tímatöfluna.
(Eins og ég hef áður skrifað, þá þarf liggur við háskólamenntun til að læra á þessar nýju töflur).

Mér sýnist í fljótu bragði að ég geti náð leið 24, 18 og 48 yfir heila tímann fyrir kl: 18:00 og 21 og 51 eftir það.
Ég fer svo heim og legg svo af stað til að ná 18:51.
Fer í biðskýli sem heitir Stekkjarbakki sem er næsta stöð við hliðina á mjódd.
Þá kemur annað í ljós. Þá átti leið 24 að fara 11 og 41 yfir heila tímann.
Ég botnaði ekkert í þessu svo ég labba niður í mjódd til að athuga þetta nánar.
Kemur þá í ljós að tímataflan í Mjódd var bara í aðra áttina eða niðri bæ en ekki var til tafla fyrir þá sem
ætluðu upp í Breiðholt eða í Kópavog eins og ég.
Þetta er furðulegt á eins stórri stöð og í Mjódd að hafa bara tímatöflu fyrir þá sem ætla niður í bæ.
Vonandi laga þeir þetta sem fyrst, þar sem þetta ruglar fólk í ríminu.

Nú áfram með ferðasöguna.
Ég tók leið 24 í Smáralindina (eftir nokkra bið í Mjódd).
Eftir bíóið fór ég í biðskýlið við Smáralindina til að fara til baka í Mjódd á leið minni heim.
Þegar í biðskýlið kom var þar engin tímatafla nema um leið 2.
Þetta var mjög bagalegt enda langt liðið á kvöldið.
Ég þurfti að bíða þarna í 30 mín. eftir leið 24 með engri tímatöflu til að fara eftir og ekki bætti úr skák,
þegar ég ætlaði að tala við Bílstjórann, þá gat hann bara talað Pólsku og skildi hvorki Íslensku eða Ensku.

Þetta er bara brot af því sem er að gerast hjá Strætó.
Eins er þetta með nýju tímatöflurnar sem þeir eru að setja upp, en þær eru ekki inni í biðskýlunum,
heldur fyrir utan þannig að í vetur í frosti og hríðarbili þá þurfa farþegar að vera fyrir utan biðskýlin til að geta
lesið á tímatöflurnar.
Þetta er enn ein afturförin, þar sem áður var hægt að skoða tímatöflurnar inni í Biðskýlinu.

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband