Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Vegagerð í landinu í hnút og Ögmundur stoppar allar framkvæmdir.

Sælir bloggarar.

Það hefur mikið verið rætt undanfarið um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum og sitt sýnist hverjum um hvaða leið eigi að fara.

Mér sýnist að vegagerð sé þar í hnút og að Ögmundur ráðherra sé hræddur og  geri þess vegna ekkert.

Þetta er alveg fráleitt að stoppa allar framkvæmdir þarna og á öllu landinu, vegna tafa ráðherra.

Eins var þetta hérna á Suðurlandsvegi frá Reykjavík til Selfoss. Ráðherra fór í vörn og hætti við allt saman bara vegna þess að einhverjir náungar hrundu af stað undirskriftasöfnun (sem var á villigötum) hvort menn vildu fá vegatolla út frá höfuðborgarsvæðinu. Og að sjálfsögðu vildi fólk það ekki, enda vill fólk ekki að hækka skatta á þá. Þess má geta að það var aldrei ákveðið að fara í vegatolla, aðeins voru reifaðar hinar ýmsu hugmyndir hvernig ætti að fjármagna tvöföldun vegarins. Þessar hugmyndir voru ekki útræddar, en vegna þessara undirskriftarsöfnunar, þá hætti ráðherra við allt saman eða var hræddur og nú er allar framkvæmdir í vegagerð stopp í landinu.

kv. Hörður.


mbl.is Styðja ákvörðun um að hlífa Teigsskógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2 sýnir bara leikir Man. U. og Liverpool í deildarbikarkeppninni á Englandi.

Sælir bloggarar.

Ég tel mig vera nokkuð góðann áhugamann um Enska boltann og í kvöld átti deildarbikarkeppnin að byrja í Englandi.

Ég settist því fyrir framan sjónvarpið í kvöld til að horfa á mitt lið Arsenal keppa við lið í neðri deild. En hvað gerist, það er bara sýnt frá 1 leik í kvöld en það er Leeds og Man. U., Þó svo Stöð 2 eigi margar sportrásir. t.d. frá sport 3 til 6 sem aukastöðvar til að nota, þegar margir leikir eru sýndir í einu.

En nei, þeir notuðu bara sport 1 til að sýna einn leik. Þarna voru í kvöld fleiri leikir ekki bara Arsenal sem ég missti af t.d. var Stoke og Tottenham að leika og fleiri. Ég hef borgað áskriftina dýrum dómum þennan mánuð, bæði Enska boltann og líka sport 1 sem sýnir aðrar íþróttir t.d. Spænska boltann og Meistaradeildina en samtals fyrir þessa báða rásir borgar maður cirka 9.000 - 10.000 kr. eftir því hvaða afslætti maður fær. Þessu mótmæli ég að maður fái ekki að sjá fleiri leiki. t.d. á morgun er á dagskrá Brighton og Liverpool, en engir aðrir leikir. Þá á t.d. að leika Chelsea og Man. City í deildarbikarkeppninni (ekki þó saman, heldur við önnur lið) og ekkert á að sýna frá þessum leikjum. Þetta er mjög óréttlátt, þar sem ekki eru allir aðdáendur Man. U. og Liverpool, þó þeir séu stærstu klúbbarnir.

kv. Hörður.


Á að reka Jón Bjarnason sjávarútv.og landbúnaðarráðherra, ef frumvarp um Stjórnarráð Íslands verður samþykkt?

Sælir bloggarar.

Ég hef fylgst með umræðum á þingi undanfarna daga og er að verða orðlaus á því hvernig starfsháttum þess er háttað. Núna liggja fyrir 46 mál á dagskrá, en eina málið sem rætt er um er mál forsætisráðherra um Stjórnarráð Íslands og heimild til að hún ráði því hverjir verði ráðherrar og hvaða verkefni hver ráðherra hefur. Það er búið að karpa um þetta mál í marga daga, þegar önnur og mikilvægari mál bíða.

Það er engin sjáanleg ástæða til að flýta þessu máli nú í gegn á haustþingi. Nær væri að taka þetta betur fyrir í vetur og vanda til frágangs.

Það læðist að manni sá grunur að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætli að nota þessa heimild til að taka landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin úr hendi Jóni Bjarnasyni ráðherra og færa þau undir Össur Utanríkisráðherra alla vega í bili til að hann geti komið þessum málum áfram í sambandi við aðildarumsóknina í ESB. Þar með yrði Jón rekinn. Síðan yrði eftir áramótin stofnað nýtt atvinnuvegaráðuneyti þar sem iðnaðar - landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin sameinuðust undir einn hatt. Þetta yrði þó ekki gert fyrr en Össur hefði greitt alla flækju og komið þessum málum áfram í aðildarumsóknina og eins mun Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fara í fæðingarorlof snemma á næsta ári (held að hún eigi að eiga í febrúar).

Þessi mikli asi er því tilkominn að ESB bíður eftir svari frá Jóni Bjarnasyni um ýmis mál er varða landbúnað og sjávarútveg og er Össurri ætlað að leysa það. Helst vill hún klára að samþykkja þetta frumvarp fyrir 1 Október, því þá kemur nýtt þing saman og gæti þá þetta plott dregist mikið ef ekki verði búið að samþykkja.

Eitt að lokum er svo ágiskun mín að sá sem verði Atvinnuvegaráðherra er Kristján L Möller, en hann hefur verið ráðherra áður hjá samfylkingunni og hefur mesta reynsluna. Þá verði ráðherrar 9 eða 5 hjá samfylkingunni og 4 frá vinstri grænum. Það er vegna þess að þingflokkur samfylkingar er miklu stærri en vinstri græn.

Ég vil þó taka fram að ég er stuðningmaður þess að aðildarumsóknin verði kláruð með góðum samningi sem verði svo sett í þjóðaratkvæðagreiðslu, en ég er ekki alveg til í það að það verði að fórna Jóni Bjarnasyni fyrir það.

Kv. Hörður.


Eru menn búnir að gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 17 ár?

Sælir bloggarar.

Ég varð að skrifa hérna nokkrar línur, vegna fréttar í kvöld um könnun sem sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefðir mælst með um 50% atkvæða, ef taldir eru bara þeir sem tóku afstöðu í könnuninni. Tekið skal fram að það voru margir óákveðnir að mig minnir yfir 40%.

Ég segi nú bara það að guð hjálpa okkur ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda og það kannski með nærri 50% atkvæða.

Eins og titillinn segir þá vil ég minna menn á að vera ekki svo gleymskir að muna ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í um 17 ár eða frá 1991 til 2008.

Til að hressa upp á minnið þá eru hérna nokkur atriði fyrir ykkur að muna:

Í fyrsta lagi var það Sjálfstæðisfl. sem sá um að einkavæða bankana þ.e. Landsbankann og Búnaðarbankann.

Í öðru lagi var það Sjálfstæðisfl. og Davíð Oddson sem lagði niður Þjóðhagsstofnun, vegna þess að hún var ekki sammála þeim með hagstærðir og efnahagsmál. Einnig var Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlitið og sjálfur Seðlabanki Íslands mjög veikir á þessum tíma.

Í þriðja lagi var það Sjálfstæðisfl. sem lagði niður hátekjuskattinn og lækkaði fjármagnstekjuskattinn niður í 10%. Einnig lækkaði hann tekjuskatt fyrirtækja niður í 15%.

Í fjórða lagi sá Sjálfstæðisfl. til að einfalda allar viðskiptareglur og öll boð og bönn voru af hinu ílla, þannig að útrásarvíkingarnir gátu gert hvað sem þeir vildu og urðu ríkari og ríkari en allur almenningur varð fátækari, þó svo fólk tók ekki eftir því vegna þess að flestir voru hnepptir í skuldir upp fyrir höfuð, sem hrundi svo yfir fólk í bankahruninu.

Margt fleira væri hægt að tiltæka sem Sjálfstæðisfl. kom nærri á 17 ára valdaferli sínu og bara þess vegna vona ég að þeir komist ekki til valda aftur.

Vonandi fáum við nýja flokka og nýtt fólk sem við getum kosið í næstu kosningum.

kv. Hörður.


Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband