Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Vestfirðingar með nýja veginn.

Sælir Bloggarar.

Í dag opnaði Samgönguráðherra formlega Djúpveg um Arnkötluveg og styttist vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar um 42 km. Til hamingju Vestfirðingar með þennan nýja veg. Nú getum við farið frá Reykjavík til Ísafjarðar á malbiki.

Nú hefur þrátt fyrir kreppuna tekist að stytta og laga veginn til Ísafjarðar tvisvar (brú yfir mjóafjörð og veg um Arnkötludal).

Nú er bara að bíða eftir að farið verði í Suðurlandsveginn og að göng frá Ísafjörð til Bolungaveg og einnig Héðinsfjarðargöng verði tilbúin.

Kveðja, Hörður.


mbl.is 42 km styttra á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Kreppa já.

Mesta kreppan hjá Vestfirðingum var einmitt þegar þennslan var að tröllríða þjóðfélaginu.  Þá þótti við hæfi að fresta framkvæmdum á Vestfjörðum, m.a. í vegamálum, "vegna þennslu".  Samt var nú ekki þennslan þá hér.  En með sömu rökum er eðlilegt að spítt verði í núna í kreppunni og unnið á fullu í vegamálum á þeim svæðum sem eru eftirá í þeim efnum.  Samkvæmt slíkri forgangsröðun verða Vaðlaheiðargöng og Suðurlandsvegur aftarlega á merinni.

Sigurður Jón Hreinsson, 14.10.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband