Leita í fréttum mbl.is

Truflanir á Stöð 2.

Sælir Bloggarar.

Ég get ekki orða bundið en bloggað/skrifað um þessa frétt.

Ég hef núna í 2 daga aðeins séð brot að dagskrá 365, þar sem einhverjar truflanir hafa verið á myndlykli 365.

Ég hef hringt 2svar í þá og fengið þau svör að það séu truflanir í dreifikerfinu.

Núna les ég svo á Mbl.is að ástæðan sé óleyfilegar útsendingar sem trufli tíðnisvið Digital Ísland.

Það skyldi þó ekki vera út af því að einhverjir ætli sér að ná Sýn 2 (Enska boltanum) ókeypis og láta okkur öll hin blæða á höfuðborgarsvæðinu?

Þetta er að verða óþolandi ástand, þar sem ég er nú með Silver áskrift og verð með Gull áskrift þegar Sýn 2 kemur í Ágúst.

Vonandi að þeir komist fyrir bilunina sem fyrst.

Samt skrítið að þeir geti ekki opnað fyrir allar stöðvar á meðan verið er að finna truflunina.

Ef þetta gengur svona áfram, þá eiga þeir eftir að missa fullt af áskrifendum.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Óleyfilegar útsendingar trufla tíðnisvið Digital Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Ég hef verið í vandræðum með Sýn og reyndar allt sem á Digital Ísland í 2 vikur og rúmlega það. Ég er í Fossvoginum í R.vík. algjör hörmung og 365 miðlar segja bara við mig að það hljóti að vera eitthvað að loftnetinu. Sem beturfer er ég ekki enn búinn að eyða peningum í skoðun á því, bara ómæld leiðindi. Merkið frá þeim verður mjög dauft, hverfur stundum alveg.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 28.7.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: dvergur

"Samt skrítið að þeir geti ekki opnað fyrir allar stöðvar á meðan verið er að finna truflunina."

Afhverju ættu þeir að opna fyrir allar stöðvar ef þriðji aðili er að trufla útsendingu með ólöglegu athæfi?

dvergur, 28.7.2007 kl. 00:38

3 Smámynd: Héraðströllið

Ég er einn af þeim sem fengið hafa nóg í bili af 365, þeir eru alltaf með einhverjar afsakanir af hverju hlutirnir virka ekki hjá þeim og aldrei er það þeim að kenna.  Í frábærum heimi þá myndu allir bara segja upp áskriftinni hjá þeim, og fá sér gervihnattadisk og sjá margar af þessum rásum á digital ísland (fjölvarpið) bara frítt.  Skrýtið að 365 skuli rukka fyrir frírásir, en bara fjölvarið, hinn svokallaði stóri pakki kostar 4220 í áskrift hjá þeim en 4009 ef þú ert í M12, sem er reyndar skítadíll ef einhver spyr mig, það væri gott tilboð ef hann væri frekar á 3209

Héraðströllið, 28.7.2007 kl. 03:25

4 identicon

Sveinbjörn og aðrir í vandræðum með útsendingarstyrk.  Eftirfarandi aðferð svínvirkaði hjá mér.  þÝÐIR SAMT EKKI AÐ GERA ÞETTA FYRR EN BÚIÐ ER AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÓLÖGLEGA SIGNALIÐ!:----------------------------

Fara í Menu

Handvirk leit  (lykilorð: 0000)

Finna línu merkta U48ýta á ok ef staðan niðri er um 100%ýta á rauða takkannbreyta kerfisleit í "Á"ýta á ok til að leita ýta á okok til að vistafara út úr aðalvalmynd Done!----------------------------Ef þetta skilar ekki tilætluðum árangri, þá má alltaf fara í Menu og svo sjálfvirka leit til að fá aftur inn upphaflegar stillingar.kv. Einar

Einar (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 08:24

5 Smámynd: Hörður Jónasson

Ég þakka ykkur öllum fyrir góð ráð og upplýsingar.

Kveðja,

Hörður.

Hörður Jónasson, 29.7.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband