Leita í fréttum mbl.is

Fótboltaliðið Breiðholt eða BH.

Sælir bloggarar.

Þessi grein er í raun framhald 2ja síðustu greina frá mér, þar sem ég fjallaði um breytingar á Breiðholtslauginni.

Í þessari grein mun ég aftur á móti snúa mér að því að greina það af hverju ætti að sameina Leiknir R. og ÍR og búa til sterkt Breiðholtslið sem ég kalla BH.

Til að uppbyggingin á svæði Breiðholtslaugarinnar verði trúverðug og að nýta sem best lóðina og einnig að gera fótboltann í Breiðholti sterkari og betri þá er alveg nauðsynlegt að sameina þessi 2 félög.

Mig minnir að ég hafi farið á borgarafund sem var haldinn hér í Breiðholtinu fyrir nokkrum árum þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var Borgarstjóri og að það hafi verið minnst á að styrkja fótboltann eða alla vega íþróttaaðstöðu hjá ÍR ef Leiknir og ÍR mundu sameinast.

Ekki man ég um hvað talað var en það ættu allir að sjá að ef þessi 2 lið myndu sameinast, þá myndi koma mjög sterkt lið út úr því.

Leiknir R. er í 1 deild og ÍR í 2 deild, þannig að saman gætu þau komið upp í úrvaldsdeildina þar sem það ætti heima.

Ég myndi  kalla þessa nýja félag BH (Breiðholt).

Með því að sameina þau og flytja starfsemi þess niður í mjódd, þar sem ÍR hefur núna starfsemi, þá gæti borgin styrkt hið nýja félag með því að byggja nýjan fótboltavöll með t.d. 1.000 manna áhorendastúku.

Þá myndi einhverjir spyrja, hvað með aðstöðuna sem Leiknir hafði við Austurberg?

Það mætti hugsa sér margt, þar sem mikið svæði myndi losna þarna.

Í fyrsta lagi væri hægt að hafa Breiðholtslaugina stærri eða þessi "Vatnsrenniparadís".

En ekki bara það, heldur væri hægt að byggja 2 til 3 íþróttahús, eitt fyrir Handbolta annað fyrir Körfubolta og einnig væri hægt að koma fyrir smá verslunarmiðstöð með íþróttaverslanir á lóð Leiknis.

Og í staðinn myndi borgin styrkja hið nýja félag með uppbyggingu í Mjóddinni.

Reyndar væri þetta líka mikil uppbygging fyrir aðrar íþróttir líka, þar sem borgin gæti byggt íþróttahús á Leiknis svæðinu.

Ef þið kæru lesendur hugsið betur út í þetta, þá sjáið þið hve mikil hagræðing þetta væri.

Núna er Leiknir með smá kofa og fótboltavöll og ég hef ekki séð neinar breytingar þarna síðustu ár. (menn verða þá að upplýsa mig ef ég hef rangt fyrir mig).

Þarna væri hægt að koma fyrir góðri íþróttamiðstöð og t.d. skautasvell, aðstöðu fyrir Handbolta, Körfubolta, Júdó, Karate, Íshokkí og margt fleira.

Ég myndi stoltur halda með hinu nýja fótboltafélagi BH.

Þarna gæti allsherjar uppbygging komið til hagsbótar fyrir Breiðhyltingar og Reykvíkinga.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Hörður.

Ég vil þakka þér kærlega fyrir þessa grein og margt í henni sem væri skoðanahæft.
Sem ÍR-ingur gæti ég þó ekki séð þessi lið sameinast að svo stöddu sérstaklega vegna sögunnar og þess rígs sem verið hefur á milli félaganna í gegnum tíðina.

Ég er ekki einn um þessa skoðun enda held ég að hún sé mjög almenn meðal ÍR-inga en allt í lagi að koma með hugmyndir en ég er ekki viss um að ég vilji sameiniungu að svo komnu máli,er of mikill ÍR-ingur til þess.

Magnús Paul Korntop, 6.6.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband