Leita í fréttum mbl.is

Meira um Breiðholtslaugina.

Sælir Bloggarar.

Aðeins meira um Breiðholtslaugina.

Ekki er ég sammála einum bloggvini mínum að láta loka lauginni.

Eins og ég sagði í gær um stækkun á Breiðholtslaugina, þá get ég aðeins skýrt fyrir ykkur þeim hugmyndum sem ég hef um það sem ég kalla "Vatnsrennibrautargarð eða Vatnsleikjagarð".

Mínar hugmyndir eru þær að þær séu undir þaki sem mundi verða á milli íþróttahússins í Austurbergi og að hinni nýju 25 metra innilaug (sem er mín hugmynd).

Ég hafði hugsað mér að þetta væri hvolþak, hæst í miðjunni með um 5 metra hárri súlu eða "sveppi" sem sprautað mundi vatni niður í stóran pott.

Þess má geta að svona "sveppur" að vísu lítill er í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.

Mínar hugmyndir eru síðan að hafa 2 til 3 gerðir að Vatnsrennibrautir fyrir krakka mismunandi stórar.

Líka væri mín hugmynd að hafa stóran gosbrunn cirka 3-4 metra þarna,

Þær súlur sem mundi halda hvolþakinu uppi væri síðan hægt að skreyta í mörgum mislitum litum t.d. gulum, rauðum, grænum og bláum eins og Regnboginn er.

Hliðin sem mundi snúa að lauginni sjálfri (25 metra djúpulauginni) væri með stóra og mikla glerbygging sem skreytt væri stórri mynd af Reykjavík.

Síðan væri plantað nokkrum Pálmatráum og hafðir bekkir fyrir fólk og eins kaffihús og eða sjoppa þar sem fólk gæti fengið sér bita.

Svo mætti hafa á hinum veggnum sem snýr að Leikni t.d. nokkur fiskabúr sem fólk gæti skoðað. Þarna væri hægt að hafa smá vísi af fiskasafni svona sýnishorn af þeim fiskitegundum sem við höfum hérna við Íslandsstrendum.

Margt fleira þyrfti þá að taka í gegn ef þetta yrði af veruleika eins og með að endurnýja búningsklefa ogfl.

Að sjálfsögðu yrði að rukka sérstaklega inn í þessa Vatnsrenniparadís og gæti þetta orðið svona.

a) Fólk keypti aðgang að sjálfri lauginni.

b) Fólk keypti aðgang að lauginni og tækjasal.

c) Fólk keypti aðgang að lauginni og gufubað (eins gæti verið að fólk vildi kaupa aðgang að tækjasal.)

d) Fólk keypti aðgang að lauginni og hinni nýju Vatnsrennibrautarparadísar.

Sérstakt armband yrði gert sem fólk mundi nota til að komast inn í hina nýju Vatnsrennibrautarparadísar.

Mín tillaga yrði að fyrsta árið yrði hærra gjald eða heill dagur væri um 1.000 kr. en mundi lækka á öðru ári, eftir því sem meiri innkoma kæmi inn.

Þarna væri tildæmis hægt að hafa hópa til einkasamkvæma en þó aðeins eftir kl: 20 á kvöldin.

Vatnsrennibrautarparadísin væri þó opinn eins og lauginn eða til kl:22 á kvöldin.

Held að ég hafi náð að skýra mínar hugmyndir með þessarri grein og eins með síðustu.

Næsta grein mun ég fjalla um sameiningu fótboltafélagsins Leiknis og ÍR hérna í Breiðholti.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo lengi sem þú raskar ekki frábæra nuddpottinum mínum þá máttu breyta henni eins og þú vilt. Þessi pottur er sá besti á landinu og hann má ég ekki missa.

Skonsan (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Hæ, Skonsan.

Já hún verður á sínum stað.

Enginn hætta á því í mínum hugmyndum að hinum frábæra nuddpotti verði fórnað.

Hörður Jónasson, 4.6.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband