Leita í fréttum mbl.is

Við megum ekki gefast upp, þó á móti blási.

Sælir bloggarar.

Ég var að fylgjast með umræðum á þingi í kvöld. Það var verið að ræða hvort við almenningur í landinu fengjum að kjósa um nýja Stjórnarskrá samhliða Forsetakosningunum.

Var ég að vonast til að þetta næði fyrir miðnætti að greiða atkvæði, en því miður var það Sjálfstæðisflokkurinn sem kom í veg fyrir það með málþófi.

Þetta er í annað sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn beitir málþófi til að stoppa Stjórnarskrámálið. Í fyrra sinn var það á vormánuðum 2009, þegar þeir heldur uppi linnulausri málþófi í margar vikur fyrir kosningarnar þá um vorið.

Það sem þeir hræðast er einkunn það að fólkið í landinu vilji setja inn í Stjórnarskránna að Náttúruauðlindirnar (t.d. fiskurinn í sjónum) verði í þjóðareign.

Eigi þeir skömm fyrir það að stoppa málið, en við gefumst ekki upp, heldur finnum ráð til að fá að kjósa um málið.

kv. Hörður


mbl.is „Við gefumst ekki upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er ekki verið að kjósa um stjórnarskrána sem heild og virða þar með að vetthugi (reyndar ólöglega kosið) stjórnlagaráð.

Meira að segja háskólinn taldi að það tæki 12-15 mánuði að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs til að ath hvort þær stæðust lög ....en Jóhanna kallar ráðið þá saman aftur, segir Háskólanum að f+++a sér og leggur aftur fyrir stjórnlagaráð forskrift til að fara eftir.

Hafðu þetta svo í huga.

Lítið dæmi: Í skýrslu yfirkjörstjórnarmanns í Reykjavík um það hvernig staðið var að „talningu“ atkvæða segir meðal annars: 

„Sumt innsláttarfólkið stundaði „skapandi“ úrlestur, giskaði á tölur, og breytti jafnvel svo passaði við frambjóðanda. Fyrir kom að eingöngu síðasta tala var „misskráð“ hjá kjósanda og tók innsláttarfólkið sér þá stundum vald til að setja inn „rétta“ tölu.“

Óskar Guðmundsson, 30.3.2012 kl. 07:28

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Óskar.

Þú ert að blanda saman kosningu í Stjórnlagaþingið og þessum kosningum þar sem átti að leyfa almenningi að fá að segja sitt álit á nokkrum spurningum varðandi Stjórnarskránni. þetta er jú ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla.

Steingrímur segir að annaðhvort verði fundinn nýr dagur fyrir kosningarnar eða lögum verði breytt til að hægt verð að kjósa samhliða forsetakosningunum.

Það má ekki verða þannig að Sjálfstæðisflokkurinn taki af okkur lýðræðisvaldið að fá að kjósa.

kv. Hörður

Hörður Jónasson, 30.3.2012 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband