Leita í fréttum mbl.is

Kolgalið að hafa nýja spítalann við Hringbraut.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt á Visir.is Það var viðtal við lækni þarna að það sé kolgalið að hafa nýja spítalann þarna við Hringbraut. Það er vegna ýmissa atriða eins og of þröngar akbrautar og í nálægðar framtíðar verði Hringbraut bara í úthverfi.

Þetta er alveg eins og ég hef alltaf haldið fram að staðsetningin þarna er arfa vitlaus. Menn voru með það fyrir augum að hafa sjúkrahúsið nálægt Háskóla Íslands, þar sem þetta sé kallað Háskólasjúkrahús.

Ég gef lítið fyrir þau sjónarmið. Besta staðsetningin var alltaf upp í Fossvogi þar sem Borgarspítalinn er. Þar hefur verið nægt pláss fyrir nýtt sjúkrahús, allavega fram að þessu. Að vísu hefur verið byggt nokkuð mikið af blokkum þarna í nágrenninu sl. 10 ár eða svo, en engu að síður tel ég mikið pláss eftir til að byggja við gamla spítalann. Þarna er líka sú hugmynd að byggja upp í loftið, en ekki dreifa húsnæðinu um stórt svæði eins hugmyndin er á Hringbraut. Það hlýtur að vera vænlegri kostur t.d. ef flytja þarf sjúklinga á milli eininga sjúkrahússins að þurfa ekki að eyða miklum tíma í flutningi ef hægt er að gera það með því að fara bara upp og niður í lyftu.

Þarna í Fossvogi sæi ég mér að væri hægt að byggja t.d. 30 hæða hús fyrir sjúkrahús framtíðar og kannski jafnvel 2 svoleiðis hús hlið við hlið. Þetta mundi ég telja vera mjög hagkvæmt og þarna væri komið líka flott kennileiti fyrir Reykjavík sem sæist mjög víða.

En eins og núverandi hugmyndir við Hringbraut að dreifa þessum byggingum um stórt svæði er alveg fráleitt.

kv. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Besta staðsetningin væri á svæðinu þar sem Yngvar Helgason hf er.

Þar koma allar leiðir saman og er þar góð aðkoma um einu mislægu gatnamót sem virka á íslandi.  Síðan þegar Sundabraut kemur er endinn á henni rétt við svæðið.

Sammála með að það ætti að vera háhýsi sem hýsa svona stofnun

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.1.2012 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband