Leita í fréttum mbl.is

Af hverju rígheldur Ríkisstjórnin saman?

Sælir bloggarar.

Miklar hræringar eru núna hjá stjórnarflokkunum þessa dagana.

Mörg mál koma upp þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála. Jóhanna segir að stjórnin hafi níu líf eins og kötturinn, en ég held eins og sumir að hún sé nú þegar búin með sín níu líf.

Þá er spurningin hvað er það sem heldur stjórninni saman?

Hjá Samfylkingunni er það auðvitað umsóknin um ESB og að það sé óheppilegur tími til að fara núna í kosningar, þar sem flokkurinn myndi örrugglega tapa fylgi.

Hjá VG er það líka það að þeim finnst það óheppilegur tími til að fara í kosningar þar sem þeir munu líka eins og Samfylgingin tapa fylgi, síðan held ég að önnur skýring hjá þeim sé sú að þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru við stjórn síðan flokkurinn var stofnaður og þeir vilji hafa áfrif á þjóðmálin þar sem þeir eru t.d. á móti stóryðju og vilja aukna skatta á hátekjufólk, sem ég persónulega er ekki mótfallinn.

En er einhver hugsanlegur leikur hjá þeim úr stöðunni? Fáir kostir eru hjá VG, nema helst Hreyfingin og Framsókn en held að það dugi ekki til meirihluta. En hjá Samfylkingunni? Þeir gætu reynt að kanna málin hjá Sjálfstæðisflokknum, en þar mundi ESB málið verða erfitt. Hugsanlega væri hægt að hægja á því eða gera hlé á því í bili, eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill og einbeita sér að innanlands málum, sérstaklega að atvinnumálum. Okkur vantar fjárfestingar og að starta atvinnumálunum og koma framkvæmdum í gang t.d. í vegagerð.

En málið er að ég hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn vilji hafa kosningar sem fyrst t.d. með vorinu, en Samfylkingin mundi helst hafa þær sem næst 2013, þegar þær verða.

Við verðum að bíða og sjá hvað verður. Líklega heldur stjórnin t.d. með því að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórn og mundi Samfylkingin sætta sig við það sem hefnd fyrir það sem Ögmundur gerði í vikunni vegna landakaupa Huang.

Læt þetta nægja í bili.

kv. Hörður.


mbl.is Alltaf má fá annað föruneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Eftir öll óheilindi samfylkingarmanna þegar þeir hlupu útúr stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum til að mynda helferðarstjórnina með VG þá held ég að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki með samfylkingunni í stjórn. En Hinsvegar væri stjórn VG og Sjálfstæðisflokks áhugaverður kostur VG hafa framan af kjörtímabili látið samfylkinguna svínbeygja sig í ESB málinu og flestum öðrum málum bara til að fá að vera með þannig að stefna VG hefur verið seld fyrir ráðherrastóla.

Hreinn Sigurðsson, 28.11.2011 kl. 00:19

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll bloggvinur Hörður,það er ekkert annað i spilum en kosningar ,ekki get ég annað séð/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 28.11.2011 kl. 00:27

3 Smámynd: Hörður Jónasson

Ekki held ég að VG og Sjálfstæðisflokkurinn fari í eina sæng saman. Þetta eru andstæðingar í pólitík. Er frekar þá sammála Haraldri að það verði frekar kosningar ef stjórnin springur.

Hörður Jónasson, 28.11.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband