Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Meira um Samgöngumál.

Sælir Bloggarar.

Eftir skrif mín um samgöngumál í síðasta bréfi, þá virðist margir hafa áhuga á þessum málum enda ekki skrítið, þar sem á mörgum stöðum hefur ekki veitt af að gera betri vegi og byggja nýja brýr.

Ég fékk fyrirspurn hvaða samgönguverkefni væru brýnast og líka spurningu um það af hverju ný Hvalfjarðargöng ættu að koma á undan Sundabrautinni.

Þó að ég sé ekki sérfræðingur eða rétti maðurinn til að svara þessum spurningum, þá hef ég mínar skoðanir á samgöngumálum.

t.d. spurningin um ný Hvalfjarðargöng á undan Sundabrautinni, þá er því til að svara að gömlu göngin eru að springa af mikilli umferð og þess vegna ætti að fara í þau fyrst (en að sjálfsögðu myndi ég alveg vilja að það væri byrjað sem fyrst á Sundabrautinni) Nú umferðarþunginn í gegnum Mosfellsbæ og til Hvalfjarðarganga væri hægt að laga a.m.k. til bráðabrigða með því að tvöfalda veginn alla leið að Hvalfjarðargöngum. Því tel ég að ætti að byrja á nýjum Hvalfjarðargöngum fyrst.

Þó tel ég að allra fyrst ætti að ljúka við tvöföldun Suðurlandsvegar alla leið til Selfoss, en þar er brýnast að fara í t.d. vegna tíðrar umferðarslysa.

Nú hér í höfuðborginni tel ég brýnast að fara í að gera mislæg gatnamót við Reykjanesbraut á móts við Sprengisand og Bústaðaveg. Þar er mikil teppa á daginn í umferðinni.

Nú meira um mínar skoðanir á samgöngumálum t.d. tel ég ekki gott að gera veg eða nýjan þjóðveg framhjá Blönduós eins einhverjir hafa haldið fram til þess eins að stytta leið til Akureyrar um örfáa km. Það er alltaf gaman að geta stoppað í kaupstöðum úti á landi og skoðað sig um og fá sér kaffi og kleinur og hvíla sig á akstrinum og teygja úr sér. ég er nú kannski ekki alveg hlutlaus þarna, þar sem ég ólst upp þarna fyrir norðan og þekki bæði Skagaströnd og Blönduós vel.

Nú ég læt þetta gott í bili og bið að heilsa. Hörður.


Fólk fast á Hellisheiði.

Sælir bloggarar.

Jæja, enn og aftur virðist fólk ekki fara eftir viðvörunum hjá Veðurstofunni og ana út í ófærð á Hellisheiði. Ég man að svipað skeði fyrir nokkrum árum að tugir bíla sátu fastir á Hellisheiði og Þrenslunum.

Nú er þetta aftur að skéð að tugir bíla sitja fastir. Fólk ætlar aldrei að læra á þessu að ana út í ófærð á alltof litlum bílum.

Eftir því sem Veðurstofan segir þá er ekkert ferðaveður á landinu, alla vega í kvöld og nótt.

Svo fer ég að vona að þessi vetur fari nú að lina og vorið sé í nánd.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónustan hjá Strætó er léleg!

Sælir Bloggarar!

Það er ekki ofsögum sagt að þjónustan hjá Strætó er léleg.
Í gær ætlaði ég að nota þjónustu þeirra (eins og svo oft áður).

Ég ætlaði að taka leið 24 frá Mjódd í Smáralindina og fara í bíó.
Ég fer í Mjóddina sem er ein af stærstu stoppistöðvum Strætó og kíki á tímatöfluna.
(Eins og ég hef áður skrifað, þá þarf liggur við háskólamenntun til að læra á þessar nýju töflur).

Mér sýnist í fljótu bragði að ég geti náð leið 24, 18 og 48 yfir heila tímann fyrir kl: 18:00 og 21 og 51 eftir það.
Ég fer svo heim og legg svo af stað til að ná 18:51.
Fer í biðskýli sem heitir Stekkjarbakki sem er næsta stöð við hliðina á mjódd.
Þá kemur annað í ljós. Þá átti leið 24 að fara 11 og 41 yfir heila tímann.
Ég botnaði ekkert í þessu svo ég labba niður í mjódd til að athuga þetta nánar.
Kemur þá í ljós að tímataflan í Mjódd var bara í aðra áttina eða niðri bæ en ekki var til tafla fyrir þá sem
ætluðu upp í Breiðholt eða í Kópavog eins og ég.
Þetta er furðulegt á eins stórri stöð og í Mjódd að hafa bara tímatöflu fyrir þá sem ætla niður í bæ.
Vonandi laga þeir þetta sem fyrst, þar sem þetta ruglar fólk í ríminu.

Nú áfram með ferðasöguna.
Ég tók leið 24 í Smáralindina (eftir nokkra bið í Mjódd).
Eftir bíóið fór ég í biðskýlið við Smáralindina til að fara til baka í Mjódd á leið minni heim.
Þegar í biðskýlið kom var þar engin tímatafla nema um leið 2.
Þetta var mjög bagalegt enda langt liðið á kvöldið.
Ég þurfti að bíða þarna í 30 mín. eftir leið 24 með engri tímatöflu til að fara eftir og ekki bætti úr skák,
þegar ég ætlaði að tala við Bílstjórann, þá gat hann bara talað Pólsku og skildi hvorki Íslensku eða Ensku.

Þetta er bara brot af því sem er að gerast hjá Strætó.
Eins er þetta með nýju tímatöflurnar sem þeir eru að setja upp, en þær eru ekki inni í biðskýlunum,
heldur fyrir utan þannig að í vetur í frosti og hríðarbili þá þurfa farþegar að vera fyrir utan biðskýlin til að geta
lesið á tímatöflurnar.
Þetta er enn ein afturförin, þar sem áður var hægt að skoða tímatöflurnar inni í Biðskýlinu.

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


Um málefni Strætó.

Í dag ætla ég að tala um Strætó.
(Reyndar gekk mér frekar ílla að skrifa, þar sem tölvan var að frjósa og varð að nota Notepad eða Word til að geta klárað að blogga og copera
svo inn á bloggsíðuna mína).

Þeir hafa núna ákveðið að hafa ókeypis í strætó fyrir framhaldskóla - og háskólanema, en hafa gleymt að skólakrakkar í Grunnskólum þurfa enn að borga.

Svo eru það allar þessar breytingar hjá þeim.
Í vor breyttu þeir leiðum og settu tímatöfluna á 30 mín. fresti.
Mér skilst að þetta hafi verið gert til að spara og einnig vegna sumarleifa.

Bílstjóri sem ég talaði við sagði þessar breytingar þær verstu sem hefðu verið gerðar.
t.d. keyrir leið 12 núna aðeins Seljabrautina, á leið sinni í efra Breiðholt og í Ártún.
Áður keyrði leið 12 í gegnum allt Seljahverfið, eins og leið 3 gerir.
En leið 3 keyrir einnig upp í efra Breiðholt sem ég skil alls ekki.
Leið 3 var leið sem var fyrir Seljahverfið og fór hringferð um hana og svo niður í mjódd og svo niður í bæ.
Þessar breytingar eru mér alveg hulin ráðgáta.

Núna eru s.s. ein leið í Seljahverfið en 4 leiðir sem fara í efra Breiðholt. (3, 4, 12 og 17)
Þó það sé gott, þá er þetta kannski einum of mikið.

Mín tillaga er sú að það gangi einn Breiðholtsvagn hring um Breiðholtið og Seljahverfið á 15 mín. fresti og fari niður í Mjódd og tengist þar 3, 4 og 17.

Leið 12 fara í gegnum Seljahverfið og áfram upp í efra Breiðholt og í Ártún.
Þó væri hægt að gera undanteikn. á morgnana þegar fólk er að fara í vinnu og leifa leiðum 3 og 4 að fara upp í Breiðholtshverfin.

Nú nýjustu breytingarnar sem núna á gera þann 19 Ágúst eru aðallega um tímatöflu breytingar.
En þær eru svo flóknar að það þarf að hafa nærri því 100 bls. bók til að læra og vorkenni ég strætóbílstjórum að þurfa að læra á þetta.
Sumar leiðir verða á 15. mín. fresti meðan aðrar verða á 30 mín. fresti.
Og svo eru Sunnudagar nánast lagðir af vegna þess að þá á að keyra aðeins á 60 mín. fresti.

Veit ekki ennþá hvort þetta verður til bóta eður ei. Á eftir að reyna á þetta.
Alla vega má laga leiðakerfi mikið til að það verði gott.

Læt þetta nægja í bili.
Á kannski eftir að skrifa meira um þetta síðar.
Kveðja, Hörður.


Kominn frá Mallorca!

Heilir og sælir bloggarar.

Nú er ég kominn frá Mallorca og var fyrsti dagurinn svolítið vindasamt en þó sól.

Ég hef nú verið svolítið út úr öllum fréttum hérna undanfarið, en mun nú byrja aftur að blogga.

Það var fínt á Mallorca, nema ef undanskilið er að ferðast í flugvél er pína.

Maður er pakkað þar eins og síld í tunnu, með þröng sæti og svo var í báðum ferðunum að maður þurfti að borga fyrir að fá mat og eins að líta í blöðin.

Ég var mikið móðgaður yfir því, þar sem ég fór utan til Danmörku í Mars og fékk þá bæði blöð og mat frítt.

En það var hjá öðru flugfélagi.

Mér finnst, þar sem þetta var 4 og 1/2 tíma flug að maður gæti fengið matinn frítt, nógu mikið borgar maður fyrir farið.

Ég læt þetta nægja í þetta sinn, en nú fer ég að fylgjast með fréttum og mun láta heyra frá mér bráðum aftur.

ps. ég þakka þeim bloggurum sem samþykktu að gerast bloggvinir mínir.

Kveðja, Hörður.


Strætó!

Sælir aftur Bloggarar.

Ég get ekki orða bundist en skrifa smávegis um þessa frétt hjá mbl.is um yfirlýsingu 11 ára krakka í Hólabrekkuskóla.

Fréttin er að finna á:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1271398

Er ég sammála þeim í megin línum.

Rétt er að ef það væri ódýrara eða ókeypis fyrir börn undir 12 ára, þá mundu fleiri ferðast með Strætó.

Eins þarf að lækka fargjald fullorðinna um t.d. 10%.

Hafa tíðara ferðir með Strætó t.d. ferðir á 15 mín. fresti.

Eins er ég á því að ríkið þarf að koma að þessu og létta álögur af Strætó.

Eins þarf Ríkið að styrkja almennissamgöngur á einhvern hátt og efla fólk til að nota Strætó með t.d. einhverskonar mengunarskatt á bíla.

Eins gætu Borgaryfirvöld lokað einstökum götum í Borginni um hádaginn til að draga úr mengun t.d. í miðborginni og hvatt borgarbúa til að nota Strætó.

Læt þetta nægja í bili og hvet ykkur til að lesa pistilinn frá krökkunum.

Kveðja, Hörður.


mbl.is „Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Jón Inga að Samgöngumálin eru í góðum....

Sælir bloggarar.

Aðeins meira af Samgöngumálum.

Ég er sammála Jóns Inga blogsvinar míns að Samgöngumálin verða örugglega í góðum höndum hjá Kristjáni L Möller.

Eins og Jón Ingi sagði í sínum pistli:

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/220949/

Kristján fær þann heiður að opna Héðinsfjarðargöngin og verður það örrugglega ánægjulegt þar sem hann er frá Siglufirði.

Verkefnin eru mörg hjá honum og vonandi fær hann nóga peninga til að geta framkvæmt eitthvað af þeim verkefnum sem liggja fyrir.

Hann hefur sagt að hann ætli að verða Samgönguráðherra fyrir allt landið.

Ég hef áður talið upp nokkur verkefni eins og Sundabrautina, tvöföldunar á Suðurlandsvegi og tvöföldunar á Vesturlandsvegi að Hvalfjarðarganga.

Eins þarf að búa til ný göng undir Hvalfjörð og þarf vegagerðin að semja um það við Spöl hf. ef að líkum lætum.

Nú ef ég fer svo hringferð um landið þá er ljóst að bæta þarf vegina á Vestfjörðum, klára Djúpveginn og eins þarf að taka til hendi að laga vegina í suðurhluta Vestfjarðar.

Nú Norðurlandið hefur Jón Ingi lýst aðstæðum vel þar, en í Húnavatnssýslu þá er ég á móti því að breyta veginum og færa þjóðveg 1 um Svínvetningbraut og sleppa Blönduós.

Ég vil halda í núverandi vegarstæði og efla Blönduós sem ferðabær og helst þyrftu þeir að byggja Hótel og góða aðstöðu fyrir ferðamenn nálægt brúnni þar sem ferðafólk kemur fyrst inn i bæinn.

Nú það er enn ýmis verkefni á Austurlandi sem eru ófrágengin.

t.d. þarf að gera ný Norðfjarðargöng, þar sem gömlu göngin eru orðin úreld og eru barns síns tíma.

Eins á eftir að klára að malbika þjóðveg 1 á Norðausturhorninu.

Eitthvað heyrði ég af því að það ætti að gera nýjan veg til Dettifoss, enda koma margir erlendir ferðamenn þangað árlega.

Ég man að ég fór um þennan veg fyrir svona 10 til 12 árum og var hann þá eitt þvottabretti þar sem ekki var hægt að keyra hraðar en 30 til 40 km.

Vonandi að hann sé nú orðinn betri.

Á suður hluta Austurlands hefur á undanförnum árum verið gerð tvenn göng, Fáskrúðsgöng og göng við Höfn í Hornafirði.

Ég man hvað brekkan var rosalega brött þarna þegar ég var á ferð í sumarleyfinu, en hef ekki farið í nýju göngin þarna.

Margt fleira gæti ég nefnt en læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


« Fyrri síða

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband